Logi skiptir um gjaldmiðla á Norðurlöndum

Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru sína þjóðargjaldmiðla. Logi Einarsson formaður Samfylkingar er ekki með þessa staðreynd á hreinu. Í ræðu á flokksstjórnarfundi segir hann þetta:

Vinna að upptöku Evru [sic], eins og meirihluti Íslendinga vill, samkvæmt nýjustu könnunum, – með aðild að Evrópusambandinu.
Með stöðugri gjaldmiðli gætu fjölskyldur sparað sér tugi þúsunda í hverjum mánuði og notið sambærilegra lífskjara og íbúar hinna Norðurlandanna.

Allir með minnsta skynbragð á hagstjórn vita að evran er ekki ástæða velsældar á Norðurlöndum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð vilja ekki evru vegna þess að hún skerðir lífskjör.

Formenn Samfylkingar eiga það til að klúðra einföldustu atriðum; Jóhanna sagði Jón Sigurðsson frá Dýrafirði.

Ef einföld atriði vefjast fyrir Loga, gjaldmiðlar á Norðurlöndum, eru allar líkur að hann ráði ekki við flóknari verkefni, eins og landsstjórn.


mbl.is Aðrar hugmyndir en höfuðandstæðingurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Kratar eru farnir að sjá ofsjónir í eyðimörkinni. Svo sýnast braggaframkvæmdir ódýrari reiknaðar í evrum...

Guðmundur Böðvarsson, 14.10.2018 kl. 09:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er líka snjall að lesa í skoðanakannanir. Þessi könnun sýndi afgerandi meirihluta gegn evröpusambandsaðild sem og að hefja viðræður um inngöngu að nýju. Raunar metandstaða. Einhver 3% fleiri töldu að við ættum að skipta um gjaldmiðil og taka upp evru.

Niðurstaða könnunarinnar er náttúrlega þversagnarkennd og geðklofinn, sennilega vegna endalauss áróðurs um að mælieiningunni krónu megi kenna um allt sem miður fer. Já, jafnvel á mestu uppgangstímum íslandssögunnar og velmegunnarárum er hægt að sannfæra einhver prósent um að hvítt sé svart.

Logi fann það út um síðustu áramót að skattalækkanir væru af hinu vonda vegna þess að þeir sem hefðu hærri tekjur fengju fleiri krónur í lækkun en þeir sem hefðu lægri. Hagfræðinóbelinn var rétt handan hornsins þar. Hann mætti meira að segja með hangikjöt, grænar baunir og appelsín til að myndgera þessa byltingarkenndu uppgötvun svo bjarga mætti litla manninum undan illum skattalækkunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2018 kl. 12:28

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er Logi svolítið á undan samflokksmönnum í þessu plotti, því áður en að neinu þessu verður, þá þarf að breyta og raunar umturna stjórnarskranni. Sú barátta hefur staðið hart 2009 án mikils árangurs. Sú barátta stendur enn og er mallandi í pólitískum hrossakaupum og baktjaldamakki.

Ef menn geta ekki tengt ESB umsóknina og stjórnarskrár málið sem eitt og sama mál skal bent á þessa frétt frá feb. 2009. 

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Saga þessi er svo rakin í smáatriðum í einhverjum skrifum á mínu bloggi.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2018 kl. 13:02

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, af snilld, Jón Steinar.

En makalaust er, að Logi Einarsson haldi, að evran sé gjaldmiðill í Skandinavíu!!!!!!!!!!!

Jón Valur Jensson, 18.10.2018 kl. 17:52

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjá einnig hér á Fullveldisvaktinni:

Ingibjörg Sólrún afhjúpaði tengslin milli óskastefnu Samfylkingarinnar að keyra okkur inn í ESB og stefnu hennar á stjórnarskrár­breytingar

Samtök um rannsóknir á ESB ... | 22. september 2017

(smellið á fyrirsögnina, en greinin byrjar þannig:)

Jón Steinar Ragnarsson , klár þjóðfélags­rýnir sem skrifað hefur um ESB-málefni, bendir enn á rótina að stjórn­ar­skrár­hugmynd Sam­fylk­ing­ar­innar, vísar á frétt frá 2009 til að "rifja upp hvenær og hvers­vegna þessi stjórn­ar­skrár­sirkus byrjaði". ...

Jón Valur Jensson, 18.10.2018 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband