Björgólfur: það má bara græða á krónunni

Björgólfur yngri er einn þeirra sem græddu stórt á krónunni á tímum útrásar. Hann og félagar hans keyptu Landsbanka, Eimskip, Morgunblaðið, Mál og menningu og byggðu Hörpuna á örfáum árum. Þeir máttu ekki sjá neitt kvikt í krónuhagkerfinu án þess að reyna að kaupa það á lánum.

Spilaborg Björgólfs og annarra útrásarauðmanna hrundi á fáeinum dögum fyrir tíu árum.

Og hverjum var um að kenna? Jú, sei, sei, auðvitað krónunni sem hafði gert þá moldríka.

Krónan er sem sagt gjaldmiðill sem aðeins má græða á, ekki tapa. Útrásarspekin lætur ekki að sér hæða.

 

 


mbl.is „Stóri skúrkurinn var krónan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti alveg eins segja að

sitjandi ríkisstjórn þess tíma hafi verið stóri skúrkurinn

í þessu sambandi fyrir að leyfa einkabönkunum að stækka það mikið að það var ekki nokkur leið fyrir RÍKIÐ að geta baktryggt inneignir almennings?

Sitjandi ríkisstjórn þessa tíma hafði tvo valkosti:

1.Að takmarka umsvif einkabankana og vera áfram með krónuna

eða að 

2.Tengjast stærra hagkerfi og þá væntanlega esb/evru

og leyfa einkabönkunum að stækka.

Jón Þórhallsson, 8.10.2018 kl. 15:55

2 Smámynd: Már Elíson

Helvítis komminn hann Björgólfur. Datt honum í hug að fara að græða eins og hægri siðleysingi...Hvað gekk honum til ??

Már Elíson, 8.10.2018 kl. 15:58

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sitjandi ríkisstjórn gerði hvorugt og þess vegna kannski fór sem fór.

Jón Þórhallsson, 8.10.2018 kl. 16:27

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Smá leiðrétting, Páll vona þú fyrirgefir. En Björgólffeðgar byggðu ekki Hörpu. Það gerðum við. Þeir hinsvegar kynntu undir stórmennskubrjálæðinu sem skilaði okkur þeim grunni sem stjórnvöld dældu skattpening okkar í. 

Ragnhildur Kolka, 8.10.2018 kl. 17:19

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Þórhallsson, hvernig átti ríkið að hemja bankana? Með því að fara á svig við regluverk ESB?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2018 kl. 17:28

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefði FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ  ekki átt að segja að dæmið gengi ekki ekki upp?

Jón Þórhallsson, 8.10.2018 kl. 18:18

7 Smámynd: Hrossabrestur

Krónan stóri skúrkurinn! árinni kennir illur ræðari.

Hrossabrestur, 8.10.2018 kl. 18:46

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sem sagt, málmskífur og pappírsseðlar létu vaxa á sig fætur og hendur, löbbuðu inn á skrifstofur og banka, undirrituðu allskonar verðlausa pappíra sem ekkert var á bak við, til að éta bankana innan frá? Mannshöndin (t.d. á Björgólfi, Sigurði, Jóni Ásgeiri og fleirum) kom sem sagt ekkert nærri þessum leikfléttum og sjónhverfingum til að græða peninga?

Annars má Björgólfur eiga það, að hann ræðst á verðtrygginguna og vaxtamunastefnuna. EN BÆÐI FYRIRBÆRIN ERU HAGSTJÓRN. EKKI FIMMÞÚSUNDKALLAR OG FIMMTÍUKALLAR! Maður sem hefur náð þetta langt eins og hann, á að geta skilið það. Þess vegna er fáránlegt að kenna krónunni um sem slíkri. Ekki rugla útliti eða nafni á mynt landsins saman við fjármálastjórn.

Theódór Norðkvist, 8.10.2018 kl. 19:36

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Íslenska FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefði átt að segja miklu fyrr í ferlinu

að dæmið (Icesave) gengi ekki upp.

Jón Þórhallsson, 8.10.2018 kl. 23:56

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir byggðu ekki Hörpuna, lögðu bara grunninn.

Hún var kláruð á kostnað skattgreiðenda.

Með ærnum tilkostnaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2018 kl. 02:42

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Björgúlfsfeðgar byggðu ekkert, sköpuðu ekkert, annað en eyðileggingu og eymd, öðrum til handa, en stórgróða sér til handa. Þeir tóku einungis grunninn og eftirlétu öðrum rest. Grófu og grófu, en síðan ekki söguna meir. Það er allt að því brjóstumkennanlegt að lesa þessa fullyrðingu júníorsins um krónuna. Krónan gerði hann ríkan og þakklætið er eins og flestra auðmanna, ekkert og hefur aldrei veeið, frekar en þegar burgeisar, sýslumenn, prestar og stórbændur nýddust á alþýðu Íslands í árdaga, ásamt erlendu veldi.

 "Af hverju stoppaði okkur enginn" í viðtalinu fræga lýsir sennilega best hugarfarinu. Ef þú kemst upp með aka Reykjanesbrautina á tvö hundruð og fimmtíu kílómetra hraða og löggan nær þér ekki, verður þú áfram talinn löghlýðinn borgari og gúddí gæji, sem heldur sínu striki og telur sig ekkert rangt hafa haft við?

 Þvílíkt hugarfar! 

 ALLIR stjórnendur bankanna og aumkunnarverðir stjórnmálamenn úr ÖLLUM flokkum, fyrir og eftir Hrun, eiga eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. 

 Þar til það gerist, mun reiði, tortryggni og hreint og beint hatur, ríkja í umræðunni og þessi hörmungarkafli græðgisvæðingarinnar ekki verða gerður upp, fyrr en af sagnfræðingum framtíðarinnar.

 Vonandi líður ekki of langur tími. Það eru svo margir sem þurfa svör, áður en golunni er geyspað! 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.10.2018 kl. 04:23

12 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það þarf ekkert að segja meira en hann

Halldór Egill segir.

Hann er með þetta á ekta mannamáli.

Ekkert kjaftæði og sykurhúðanir.

Mættu fleiri taka hann til fyrimyndar.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.10.2018 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband