Miðvikudagur, 3. október 2018
WOW leiðir gjaldþrotastríðið við Icelandair
Í september lækkuðu flugfargjöld til og frá Íslandi um heil 25 prósent, samkvæmt Hagstofunni. Á sama tíma hækkaði eldsneytisverð og vextir. Öll rök mæltu með hækkun fargjalda. Hver er skýringin?
Jú, WOW keyrir niður fargjöldin og Icelandair eltir. Flugfélögin bæði borga með hverjum farþega sem þau flytja. Á síðustu 4 árum hefur WOW jafnt og þétt aukið markaðshlutdeild sína á kostnað Icelandair. Miðað við brottfarir var Icelandair með 65% markaðshlutdeild fyrir fjórum árum en WOW 13%. Í yfirliti Túrista er Icelandair með 44% hlutdeild í ágúst síðast liðinn en WOW yfir 30%.
Til samans standa WOW og Icelandair fyrir um 75 prósent af flugumferð til og frá landinu. Félögin eru bæði of stór til að falla - án hörmunga fyrir ferðaþjónustuna.
Viðskiptamódel WOW þessar vikurnar er að valda stórkostlegu tapi á flugrekstri til að komast beint eða óbeint í ríkisfé. WOW kemst upp þessa viðskiptahætti vegna þess að stjórnvöld eru veiklunduð, leyfa m.a. skuldasöfnun WOW hjá Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll.
WOW getur um hríð flutt fólk til og frá landinu undir kostnaðarverði. En það er bilbugur á félaginu, samanber samdrátt í framboði.
Ríkisstjórnin verður að senda skýr skilaboð. Í gjaldþrotastríði flugfélaganna fær hvorugt þeirra krónu af almannafé. Þá, en ekki fyrr, linnir flugrekstri þar sem haltur leiðir blindan fram af bjargbrúninni.
Hlutabréf í Icelandair lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að almenningur HAFI EKKI FENGIÐ RÉTTAR UPPLÝSINGAR UM SKULDABRÉFAÚTBOÐ WOW AIR. Og ég er ansi hræddur um að það eigi eftir að koma MJÖG daprar fréttir af WOW air.....
Jóhann Elíasson, 3.10.2018 kl. 10:57
9% vextir eru nógu slæmar fréttir einar sér.
Guðmundur Böðvarsson, 3.10.2018 kl. 16:05
Ég veit um mann sem er búinn að kaupa sér miða með Icelandair í apríl. Þetta er vaxtalaust lán til félagsins. Þessi maður segist ekki myndu þora að gera þetta hjá WOW.Hann er skeptískur eins og Jóhann á að allt sé rétt sem sagt hefur verið um skuldabréfasöluna. WarrenBuffett hefur að minnsta kosti ekki keypt mörg bréf af þeim flokki.
Halldór Jónsson, 3.10.2018 kl. 17:57
Og hafi WOW sótt á þá kemur það bara út í verri nýtingu á sætum hjá Icelandair því að þeir eru með óbreytt sætaframboð frá því þá eða er ekki svo?
Halldór Jónsson, 3.10.2018 kl. 18:00
Guðmundur
og þetta eru vextir á erlent lán í dollurum en ekki verðtryggt íslenskt húsnæðislán sem væri hagstæðara en allir bölva á útvarpi Sögu
Halldór Jónsson, 3.10.2018 kl. 18:05
Hefur einhver heyrt hverjir skuldbundu sig til "fjárausturs" í Wowið? Ekki heyrst eitt einasta orð um það, enda helber lygi og ferðaskrifstofan á beinni leið í þrot. Hún á ekki einu sinni eina einustu flugvél, en vogar sér að kalla sig flugfélag! WOW air er auðvirðilegt galgopafélag sem rústar öllu sem það kemur nálægt með skítasmæli og góðu "lúkki". Því fyrr sem þessi ófögnuður fer á hausinn, því betra.
Fargjöld munu að vísu hækka, en betra er að komast til og frá, borga aðeins meira, en vera strandaglópur. Fáránlegt hve langt sumir komast í peningaplokki sínu. Banksterar, jafnt sem draumfljúgandi siðferðisbrostnir gosar í háloftunum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 4.10.2018 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.