RÚV, Hannes og séra Jón

RÚV tekur skýrslu vinstrimanns um siðferði í stjórnmálum upp á sína arma og býður honum ómældan tíma í umræðuþáttum. Vinstrimaðurinn er Jón Ólafsson prófessor. Á tíu ára afmæli hrunsins skilar hægrimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skýrslu um alþjóðlegt samhengi íslenska hrunsins.

Hvað gerir RÚV? Jú, býður þriðja prófessornum, vinstrimanni, að ræða skýrslu Hannesar í föstum umræðuþætti. Sigurður Már Jónsson gerir þetta að umtalsefni:

Augljóslega er Hannes með skýrslu sinni að ganga gegn ákveðnum dogmatisma sem hefur verið sterkur í umræðunni hér heima, einkum meðal vinstri manna, einstaka háskólamönnum og ákveðnum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Þessi umræðustjórnun birtist kannski skýrast í Silfrinu í dag þar sem Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor er fengin til að ræða um skýrslu Hannesar en ekki Hannes sjálfur. Ekki er vitað annað en að Hannes hafi verið tiltækur. Til að benda á hliðstæðu þá má horfa til þess að fyrir stuttu vann Jón Ólafsson heimspekiprófessor skýrslu fyrir forsætisráðuneytið og fékk í kjölfar þess heiðurssæti í Silfrinu [...] Daginn áður hafði þessi sami Jón setið í Vikulokunum á Rás 1 þar sem hann talaði óáreittur um það hugarefni sitt að fá að setja ríkisstjórninni siðareglur.

RÚV gengur erinda vinstrimanna blygðunarlaust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefði skýrsla siðfræðideildar Háskóla Íslands ekki átt að nægja almenningi;

var þar ekki um að ræða 8 bindi?

Hvaða vit er í því að Hannes endurtaki leikinn fyrir SKATTRKRÓNUR ALMENNINGS? 

Jón Þórhallsson, 1.10.2018 kl. 10:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú er Egill Helga í öngum sínum yfir að Sigurður Már hafi láti sér detta í hug að þarna sé um eitthvað samsæri að ræða. Auðvitað er þetta ekki samsæri. Þetta er trúarskoðun stórs hluta fólks á RÚV sem sér ekkert athugavert að fylgja trúar skoðun sinni eftir á kostnað almennings.

Rétt eins og Stundin sem lítur á það sem algeran dónaskap að haldið sé fram að miðillinn sé hlutdrægur. Stundin hrópar til himins að hlutverk þeirra sé að veita VALDINU aðhald. Þó hefur ekki birst stafkrókur um alla skandalana sem upplýst hefur orðið um hjá Reykjavíkurborg. Ef minnst er á þetta í athugasemdadálkum þá er lokað á viðkomandi. Engin umræða fer þar fram. Það þarf ekki annað en að líta á athugasemdirnar til að sjá hvílíkur hallelújakór það fær að grassera.

Ragnhildur Kolka, 1.10.2018 kl. 13:26

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Siðfræðiparturinn, sem fylgdi sem áttunda bindið í skýrslu rannsóknarnefnar Alþingis um fall bankanna, var minnsti parturinn af verkinu og settur saman af þremur persónum, þar af tveimur fylgjendum Samfylkingarinnar, dr. Vihjálmi fyrrnefndum Árnasyni og Kristínu Ástgeirsóttur, sem var samflokkskona Ingibjargar Sólrúnar í Kvennalistanum, enda fekk ISG lítið orð í eyra frá þessum þremur. Þriðji höfundur VIII. bindisins var Salvör Nordal.

Ég tek undir með Páli hér og hressilegu innleggi Ragnhildar Kolka.

Jón Valur Jensson, 1.10.2018 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband