Miðvikudagur, 26. september 2018
Sjálfstæðisflokkurinn, byltingin og hrunið
Þeir sem kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið gætu allt eins sagt að þjóðin beri ábyrgð á hruninu. Sjálfstæðisflokkurinn er allt lýðveldistímabilið móðurflokkur íslenskra stjórnmála, sem reglulega sækir umboð sitt til þjóðarinnar í lýðræðislegum kosningum.
Þeir sömu og kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið reyndu byltingu í eftirhruninu. Það átti með góðu eða illu að troða Íslandi inn í Evrópusambandið og afnema stjórnarskrá lýðveldisins.
Byltingaröflin náðu völdum vorið 2009 og helltu olíu á eldinn undir slagorðinu ,,ónýta Ísland". Þeim varð ekki kápan úr klæðinu og þjóðin hrakti vinstristjórn Jóhönnu Sig. frá völdum 2013. Vinstri grænir og Samfylking, sem fengu hreinan meirihluta í þingkosningunum 2009 hröpuðu niður í smáflokka, 10,9 prósent og 12,9 prósent.
Í eftirhruninu reyndu byltingaröfl á vinstri kanti stjórnmálanna að endurskrifa söguna og láta líta svo út að Valhöll stjórnaði bankakerfinu hér á landi. Var Jón Ásgeir innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins? Hvað með þá Kaupþingskappa Ólaf, Hreiðar Má og Sigurð? Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi Landsbanka, var aftur heiðursgestur á landsfundi Samfylkingar 2003, - þegar drög voru lögð að hruni.
Kenna öðrum um hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flestum er slétt sama hvað olli því að nokkur fyrirtæki í einkaeigu urðu gjaldþrota haustið 2008? Það sem fólkið í landinu þarf að fá upplýst er hvað og hverjir ollu því að afleiðingunum af skipbroti þessarra einkafyrirtækja var velt af fullum þunga yfir á heimili landsmanna.
Þess vegna er nauðsynlegt að hafin verði opinber rannsókn á afleiðingum bankahrunsins á heimilin, að minnsta kosti jafn vönduð og þær sem voru gerðar um fall bankanna, sparisjóðanna og ófarir Íbúðalánasjóðs.
Rannsóknarskýrsla heimilanna
Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2018 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.