Vanskil í góðæri - þrotafólkið

Sumir komast í vanskil í góðæri. Stundum valda heilsuleysi eða ófyrirséð áföll tekjuskerðingu sem leiða til vanskila. Félagsleg úrræði eru fyrir hendi, sem samstaða er um að veita í slíkum tilfellum.

En sumir eru í eilífu basli og kunna ekki fótum sínum fjárhagsleg forráð. Þrotafólkið eyðir ávallt meira en það aflar og trúir á lottóvinning í lífinu. Ef ekki happadrættisvinning, þá einhvern viðskiptasamning, þægilega innivinnu á háum launum, maka sem fyrirvinnu, arf eða að peningarnir vaxi einn góðan veðurdag á trjánum.

Þrotafólkið verður alltaf meðal okkar. Það er fylgifiskur sjálfsforræðisins sem við öll höfum til að haga lífi okkar á þann veg sem við kjósum - innan ramma laga og ríkjandi siðferðisreglna.

 


mbl.is 13% heimila í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stærstur hluti þeirra heimila sem hér um ræðir er enn að glíma við afleiðingar hrunsins. Svokallað "góðæri" hefur ekki skilað sér inn á þau heimili.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2018 kl. 14:48

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sumir sluppu eflaust betur en aðrir út úr hruninu, þeir sem tóku "bara" verðtryggð lán en ekki myntkörfulán sem voru garanteruð gróðavon 2006.

Hve margar fjölskyldur þekkið þið Guðmundur og Páll persónulega og töpuðu öllu sínu sem afleiðingum af gengisfellingu íslensku krónunnar á árunum 2008 og 2009?

Maður heyrir fullyrt aftur og aftur að 10 þúsund fjölskyldur hafi lent á götunni. Þekkið þið tíu þeirra? Eru þær ennþá á götunni?

Flosi Kristjánsson, 26.9.2018 kl. 15:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flosi. Ég þekki til hundruða slíkra fjölskyldna, en sjálfur bý ég núna hjá ættingjum eins og margir þeirra sem í þessu lentu. Fjöldinn 10 þúsund er ekki nein fullyrðing út í bláinn heldur opinberar upplýsingar sem komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Auðvitað eru þær ekki allar ennþá "á götunni", flestar þeirra eru sennilega að berjast í bökkum á vonlausum leigumarkaði, leigjandi af Gömmum, Heimavöllum eða öðrum dindlum sem fengu fasteignir þessa fólks á tombóluverði og lánað fyrir því hjá sömu lánveitendum og létu selja heimilin ofan af fólkinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2018 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband