Trump, hláturinn og endalok yfirstéttar

Hlegið var að Trump á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þegar hann boðaði endalok alþjóðahyggju og upprisu þjóðríkisins, segir vinstriútgáfan Guardian. Aðrar útgáfur, t.d. mbl.is, gera því skóna að hláturinn stafaði af monti forsetans á afrekum ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

Trump vekur ýmist hlátur en þó oftar grát og gnístran tanna. Líklega vita flestir að forsetinn er boðberi válegra tíðinda fremur frelsari.

Válegu tíðindin eru þau að Trump boðar endalok tímabils. Fólk hræðist uppstokkun, hvort heldur á eigin lífi, samfélagsins eða hinum stóra heimi. Uppstokkun fylgir óvissa.

Á hinn bóginn fylgja róttækum breytingum möguleikar að hugsa hlutina upp á nýtt. Alþjóðahyggjan var til dæmis lítt dulbúin valdsókn yfirstéttar rótlausra heimsborgara sem tróð eigin fordómum ofan í kok íbúa ólíkra menningarsvæða og heimalanda. Engin eftirsjá að henni.

Hláturinn á þingi Sameinuðu þjóðanna var taugaveiklun yfirstéttar liðins tíma.


mbl.is Afrekað meira en forverar hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Glottið sem kemur á kallinn þegar hann segir ég átti ekki von á þessu(hlátrinum) er alveg óborganlegt.

Svo fáránlegt sem mönnum kann að finnast, þá er Trump ásinn í allri milliríkjapólitík í heiminum þessi misseri.

Guðmundur Jónsson, 26.9.2018 kl. 09:33

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að það eru einhverjir JAFNAÐARMANAFLOKKAR  einhversstaðar sem að eru að berjast fyrir betri lífkjörum fyri almenning að þá virðst þeir flokkar vera kommonistaflokkar í hans augum.

Hann virðist setja alla jafnaðarmannaflokka undir sama hattinn.

Jón Þórhallsson, 26.9.2018 kl. 09:37

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hann mátti sleppa því að kalla sig mesta Forseta sögunnar. Hann hefur ekki komið það miklu í verk enn.

Guðmundur Böðvarsson, 26.9.2018 kl. 11:05

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Guðmundur BöðvarssonHann: mátti sleppa því að kalla sig mesta Forseta sögunnar."

Hvenær og hvar gerði hann það ???

Guðmundur Jónsson, 26.9.2018 kl. 12:38

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Trumpsi sagði að stjórn sín hefði áorkað meiru en nokkur önnur stjórn í Bandaríkjunum. Að þessu hló fólk. Kemur kannski ekki á óvart í ljósi þess hvílík rússíbanareið stjórnartíðin hefur verið.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.9.2018 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband