Þriðjudagur, 25. september 2018
Traust er samnefnari í fjármálum og stjórnmálum (um s.k. hrun)
Íslenska bankakerfið var rúið trausti þegar kom að hruni. Alþjóðlegt traust á íslenskum stjórnvöldum var einnig í lágmarki.
Ísland fékk enga fyrirgreiðslu þar sem bankakerfið og útrásarauðmenn voru meira og minna með íslensku stjórnmálastéttina í vasanum; auðmenn áttu fjölmiðlana, Björgólfur Morgunblaðið og Jón Ásgeir allt hitt.
Dómsmálin eftir hrun sýndu að glæpir voru framdir. Bankar voru rændir að innan, beint fyrir framan nefnið á eftirlitsstofnunum.
Sem betur fer var Ísland ,,grátt leikið" af útlendingum. Við höfðum fyrirgert trausti á íslensku samfélagi. Vonandi tekst okkur að byggja það upp að nýju. Það tekur áratugi. Reynum að vanda okkur.
Íslendingar grátt leiknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins ljóslifandi og hrundagurinn er í minni mínu,er ég ekki að fatta "sem betur fer".--Erum við nokkuð byrjuð að vanda okkur,? Eru þá stjórnvöld að vinna sig í álit með því að gefa útlendum hrægömmum eftir veruleg verðmæti í Arion banki,sem Sigmundur Davíð hefur gagnrýnt. Auðvitað er ástæða til að minnast hrundagsins 6 okt.Ég ætla að fagna afmæli langömmu barns míns 10 ára efnilegum dreng.
Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2018 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.