Mánudagur, 24. september 2018
Svokallað hrun og lýðveldið sem ekki féll
Hrunið haustið 2008 var fjármálahrun; bankarnir urðu gjaldþrota vegna glæpsamlegs hátternis forkólfa þeirra. Í kjölfarið kom efnahagskreppa sem var djúp í nokkra mánuði en lauk fyrri hluta kjörtímabilsins 2009-2013.
Varanlegustu áhrif hrunsins voru þó pólitísk. Ástæðan fyrir falli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. vorið 2013 var að Vinstri grænir, einkum þó Samfylkingin, reyndu að mjólka úr hruninu pólitískan ávinning; koma Íslandi í ESB og setja þjóðinni nýja stjórnarskrá.
Ef ríkisstjórn Jóhönnu Sig. hefði náð markmiðum sínum væri hægt að tala um hrun lýðveldisins.
En fall bankanna er aðeins svokallað hrun.
Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dásamlegt að lesa um að hrun bankakerfis heils lands hafi ekki verið hrun. Og síðan sér maður á öðrum bloggsíðum að þessi smávægilegi efnahagsvandi hafi allur verið ríkisstjórn Jóhönnu og Steingrímur að kenna.
Ómar Ragnarsson, 24.9.2018 kl. 13:00
Skipulagt kaos.
Peningar eru bókhald. Þegar bakstjórnin í veröldinni, telur að uppbyggingin sé næg, allt sé orðið nógu dýrt, upp spanað verð á öllu, þá sé best að fara að uppskera.
Þá segir bakstjórnin, að bankarnir, séu tómir, og fólkið heldur áfram að greiða af lánunum sínum, heimilum og fyrirtækjum, en bakstjórnin, fjármálakerfið, lánar, ekkert bókhald út í þjóðfélagið.
Þá verður þurð á bókhaldi úti í þjóðfélaginu, svo að efnahags kerfið stöðvast, verðið á eignum fellur, og bak-fjármálastjórnin segir, nú duga eignirnar ekki fyrir skuldunum, og við hirðum eignirnar.
Þegar fjármálastjórnin hefur náð flestu, lætur hún endurmeta eignirnar, í 100% eða 110% og segir að eigin fé bankanna hafi aukist, já bara svona út í loftið, um þúsundir milljarða á nokkrum árum, og bæta við að kreppan sé búin, og allir geti nú farið að vinna aftur.
Fjármálakerfið ætlar að láta fólkið byggja allt upp aftur, þannig að við getum búið til næstu kreppu.
Mjög einfalt, og mikið gaman.
Hvenær skildum við hætta að láta plata okkur?
Slóð
Kreppufléttan, endurtekið
Egilsstaðir, 24.09.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 24.9.2018 kl. 15:33
Hvaða snillingur ætli hafi fengið þá hugmynd að blása til skrautveislu sama dag og þess verður minnst að yfir 10.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín og ótal mannslíf glatast af mannavöldum á undanförnum áratug?
Sjálfshátíðin á Þingvöllum í sumar lítur næstum út fyrir að hafa verið smekkleg í samanburði við þá sturlun sem hér hefur opinberast.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2018 kl. 15:44
Ætli það sé komin kostnaðaráætlun á árshátíðina - lýsinguna og allt það?
Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2018 kl. 16:08
Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2018 kl. 16:34
Og svo gerir miður gefið fólk grín að Geir H. Haarde sem var einlægur í bæn sinni um að biðja Guð að blessa Ísland í þeirri alvarlegur stöðu sem hann skildi öðrum fremur hversu var alvarleg.
Svo var hann sakfelldur fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfund. En hvernig gat hann það þegar einn ráðherrann var alltaf með opna símalínu á fjölmiðla en stöðuna var þá ekki hægt að ræða útá við nema sem, trúnaðarmál.
Sá átti víst við einhver vandamál að stríða sem síðar komu í ljós. Þetta gerði Geir ómögulegt að ræða trúnaðarmál í ríkisstjórninni og fúlt að sekta hann fyrir það.
Halldór Jónsson, 24.9.2018 kl. 19:10
Já Halldór, og Guð sendi að bragði miljón tonn af fiski og miljón ferðamenn, til Geirs, og sagði.
Ég er ekki lengi að bregðast við þegar ég er beðinn um smáræði.
Við lifum á þessu framtaki hjá Geir enn í dag og mættum við taka hann til fyrirmyndar.
Það er allt fullt af gjöfum, þið munið hvernig Nikola Tesla náði í lausnirnar frá kjarnanum, til að fólkið væri ekki í svona miklum erfiðleikum, eins og hann sagði, hann kunni til verka.
ÞÞað þarf að hugsa í lausnum, ef einhver getur ekki hugsað lausnina, þá eigum við í erfiðleikum við að nota hana.
Hafi Geir þökk fyrir einlægnina, framtakið.
Blessaðir.
Egilsstaðir, 24.09.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 24.9.2018 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.