Mánudagur, 24. september 2018
Ofurkröfur en örlítil skynsemi verkó
Verkalýðsfélögin á almennum vinnumarkaði semja um lágmarkskaup. Markaðurinn, þ.e. eftirspurn eftir vinnuafli, býr til markaðslaun sem nær alltaf eru hærri en lágmarkslaunin - misjafnlega þó eftir starfsgreinum.
Tilraunir verkalýðsfélaga til víðtæks samráðs, svokallað ofurbandalag, er annað orðalag yfir samræmdar kröfur um lágmarkslaun. Störf skapa ólíkan virðisauka fyrir atvinnurekendur. Þess vegna er munur á launum.
Ísland er nú þegar eitt mesta jafnlaunaland í víðri veröld. Af því leiðir er lítið svigrúm til að jafna launin enn frekar.
Ofurbandalagið væntanlega beinist ekki gegn atvinnurekendum heldur ríkissjóði. En það má ekki segja upphátt vegna þess að ríkisvaldið er ekki viðsemjandi verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði.
Vill ofurbandalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.