Séríslenskir vinstrimenn, Nató og Pútín

Vinstrimenn í Bandaríkjunum og Evrópu leggja allt sitt traust á Nató. Íslenskir vinstrimenn eru klofnir í afstöðu sinni til bandalagsins.

Ástæður vinsælda Nató meðal vestrænna vinstrimanna eru einkum tvær. Trump forseti er gagnrýninn á Nató og Pútín Rússlandsforseti er á móti hernaðarbandalaginu. Bandalag frjálslyndra og vinstrimanna lítur á Trump og Pútín sem eitt og sama fyrirbærið. Almennt trúa þeir samsæriskenningunni um að Trump sé handbendi Pútín, - eigi forsetakjörið þeim rússneska að þakka.

Andstaða íslenskra vinstrimanna gegn Nató er af tvennum meiði. Í fyrsta lagi af þjóðernisástæðum. Nató-aðild og herstöðin á Miðnesheiði var eitur í beinum róttækra sósíalista og alþýðubandlagsfólks, sem voru upp til hópa þjóðernissinnar. Í öðru lagi voru margir þeirra elskir að kommúnisma og rússneska þjóðin, sem sú stærsta í sovétinu, í nokkru uppáhaldi.

Frjálslyndir vinstrimenn á Fróni, Alþýðuflokkur/jafnaðarmenn/Samfylking, voru aftur Nató-sinnar fram í fingurgómana.

Núna riðlast fylkingar vinstrimanna, þegar Nató efnir til heræfinga í heimabyggð. Log formaður Samfylkingar er orðinn róttækur sósíalisti í utanríkismálum og snuprar Nató. Óskoraður leiðtogi gamla alþýðubandalagssósíalismans, Katrín forsætis og formaður Vg, er aftur einarður talsmaður íslenskra öryggismála og talar fyrir Nató-aðild.

Vegferð vinstrimanna til þroska er vitsmunalega órannsakanleg.


mbl.is Er trú mínum stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tækifærismennska!

Ragnhildur Kolka, 21.9.2018 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband