Mest velsæld á Íslandi (staðfest)

Aðeins Noregur, þaðan sem við komum upphaflega, skáka okkur í samkeppni þjóðanna um velsæld.

Hluti af velsældinni er að við erum aldrei ánægð heldur síkvartandi um hve allt sé ómögulegt.

Já, í dag skulum við vera ánægð, líka yfir óánægjunni.


mbl.is Ísland í 2. sæti félagslegra framfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ertu ekki að rugla saman hagsæld og velsæld Páll?  Og í framhaldi af því, þarftu að svara því hvernig sé hægt að mæla velsæld þjóða.Í þjóðfélagi sem byggir á sífelldum ótta þrífst ekki velsæld! Hagtölur er ekki hægt að nota til að mæla líðan fólks. En ef þú trúir því að misskipting sé hér lítil þá er það lygi og dæmi um hversu fáránlegt er að byggja skoðanir á prósentum og meðalgildum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.9.2018 kl. 13:00

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Samkvæmt þessum lsita er Ísland í 20. sæti yfir lönd sem eru "wealthiest".  Það vekur athygli að Írland er í 7. sæti.  Það var talað hér um að írland kæmist ekki úr efnahagslægðinni vegna þess að þeir hefðu Evru og gætu ekki gengisfelt sinn gjaldmiðil eins og við. Írara hafa greinilega leyst sín mál og hagvöxtur þar mun meiri og trúlega spilar þar inní að þeir hafa ekki rándýran heimagerðan gjaldmiðil eins og sú þjóð sem er í 20. sæti á þessum lista.

sjá: 

https://www.weforum.org/agenda/2017/03/these-are-the-wealthiest-countries-in-the-world

Gísli Gíslason, 20.9.2018 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband