Trump gerir hægrimenn að hetjum vinstrisinna

Vinstrisinnar flykkjast að hægrimönnum, segja þá hetjur og fyrirmyndir. Bush-feðgarnir eru komnir á stall hjá vinstrimönnum, John McCain líka og meira að segja fyrrum skúrkar úr CIA og FBI eru í náðinni hjá vinstrimönnum.

Hvers vegna? Jú, sökum þess að ofantaldir eru meðal andstæðinga Trump. Það er nóg.

Vinstriútgáfan Guardian hefur áhyggjur af þessari þróun.

Skiljanlega. Þegar yfirlýstir hægrimenn eru orðnir átrúnaðargoð er fátt um fína drætti á vinstri væng stjórnmálanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Páll, þú átt þakkir fyrir að benda á þessa augljósu villu hjá andstæðingum Trumps.

Mér finnst þetta vera hliðstæða við fyrirganginn sem var hér á árum áður gagnvart hinum ofur vinsæla Davíð Oddssyni. Hann varð fyrir svo miklum árásum að á minni löngu ævi hef ég aldrei upplifað annað eins.

Maðurinn var reyndar allt of vinsæll til þess að fá frið til að njóta sín, því að eftir því sem hann var vinsælli þá var minna rými fyrir andstæðinga hans í stjórnmálunum, svo að árásirnar vor ofhlaðnar eigingirni.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 19.9.2018 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband