Þriðjudagur, 18. september 2018
9% vextir WOW og ónefndir fjárfestar
6,3 milljarðar komnir í hús hjá WOW í lánsfé á 9 prósent vöxtum. Engir fjárfestar eru nefndir en hvað eru nöfn á milli vina. Níu prósent vextir eru faldir inn í tryggingum, ónefndum vitanlega, og í smáu letri.
Eftir þetta glæsilega og gegnsæja útboð hlýtur WOW að gera upp vanskilin við Isavia upp á einn til tvo milljarða.
Við sem heima sitjum samfögnum að viðskiptalíkan WOW njóti alþjóðlegs trausts. Og moldin rýkur í logni.
Skuldabréfaútboði WOW air lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða veð eru fyrir 6 milljarða láni í eignalausu félagi? Rödd forstjóranó á símsvaranum?
Ragnhildur Kolka, 18.9.2018 kl. 21:08
Forstjórinn er jú Fimmtugur.. Samkvæmt Mörtu Smörtu Fávita Björtu hefur hann adrei verið fallegri eða betri í að véla út fé. Vow er gjaldþrota sama hvað Skúlii smæler eða Mörtu finnst!
Góðar stundir, með kveðju að sunnann!!
Halldór Egill Guðnason, 18.9.2018 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.