Sunnudagur, 16. september 2018
Sómi Jóns Þórs pírata
Pírataþingmaðurinn Jón Þór Ólafsson krefur forseta alþingis svara um heimboð forseta danska þingsins í sumar.
Jóni Þór þykja skoðanir forseta danska þjóðþingsins óæskilegar og mætti ekki vinnuna, frekar en aðrir þingmenn Pírata, þegar Pia Kjæarsgaard ávarpaði fund alþingis á Þingvöllum. Jón Þór situr sjálfur í forsætisnefnd alþingis og tók þátt í að bjóða Kjærarsgaard til landsins.
Lokaliður spurningalistans til forseta alþingis hljómar svona: ,,Hvaða ástæður hefðu nægt til að forseti Alþingis hefði afturkallað boð sitt til forseta danska þingsins á hátíðarþingfundinn á Þingvöllum og hversu langan fyrirvara hefði þurft að hafa til að sómi hlytist af?"
,,Til að sómi hljótist af," Jón Þór, þarf maður að haga sér sómasamlega. Allir með eðlilegan skammt af heilbrigðri skynsemi vita það.
Athugasemdir
það er þó ekki ætlast til að forseti Alþingis eyði tíma í að svara svona fíflaríi?
Halldór Jónsson, 16.9.2018 kl. 16:01
Það er alveg ljóst að "lýðræðis" mönnum á Íslandi fer fækkandi með degi hverjum.
Örn Einar Hansen, 16.9.2018 kl. 22:14
"Þar skeit sú lúsin". - Væri ekki frekar ráð fyrir Jón Þór að lesa yfir eigin menntaferil? Og reyndar fyrir alþjóð?
Í mörgum starfsgreinum sem þar sem mikil ábyrgð fylgir starfinu er gerð krafa um eiturlyfjapróf. Að mínu áliti ættu þigmenn og fréttamenn að falla undir sömu reglu.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 16.9.2018 kl. 22:49
Fyrirvaralaus skömm fylgir háttalagi þessa manns.Jú það er kominn tími á hertari kröfur til þeirra sem sækjast eftir þingmennsku.
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2018 kl. 01:36
Er þá ekki eðlilegt að þeir sem setja lög séu löglærðir, eins og gildir um aðrar fagstéttir.
Stefán Þ Ingólfsson, 17.9.2018 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.