Föstudagur, 14. september 2018
Orkusamsæri í tveim þáttum á alþingi
Evrópusambandið hyggst sækja sér íhlutunarrétt í raforkumál á Íslandi. ESB ákvað einhliða að gera raforkumál hluta af EES-samningnum, sem Ísland á aðild að, og stýrir samskipum okkar við sambandið.
Ríkisstjórnin hyggst samþykkja fullveldisframsal í raforkumálum. Leikþáttur verður settur á svið þar sem fyrst eru sett lög um að sæstrengur til Evrópu sé háður samþykki alþingis. Þar með þykist meirihlutinn reisa skorður við ásælni ESB í íslenska raforku. Síðan verður framsal fullveldis viðurkennt með samþykkt þriðja orkupakka ESB.
Ísland á vitanlega ekki að samþykkja orkupakka ESB. Við eigum að halda raforkumálum, virkjun fallvatna, alfarið í íslenskum höndum.
Þriðji orkupakkinn í febrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er allavega ágætt að hafa það á hreinu hver eru helstu handbendi Evrópusambandsins í þessum glæpsamlegu áætlunum.
Líklegt verður þó að teljast að búið sé að handsala fleiri vilyrði.
Jónatan Karlsson, 14.9.2018 kl. 07:23
það eina sem íslendingar fá út úr þessum pakka er hærra orkuverð og orkuskortur í framtíðinni þegar sæstrengurinn verður lagður.
Nú er full ástæða til að gera hallar eða búsáhalda biltingu.
Vilhjálmur Baldursson, 14.9.2018 kl. 09:22
Það verður örugglega mikill þrýstingur að að virkja þennan pakka sem stökk inn í ESB. Fólk verður að byrja að spyrna við fótunum en við erum að eiga við alþjóðaöfl ekki bara Íslensku ríkisstjórnina. Ríkisstjórnir hafa aldrei farið að vilja fólksins nema mikil mótstaða sé í gangi.
Valdimar Samúelsson, 14.9.2018 kl. 09:23
Nú er spennandi að vita hvaða þingmenn sjálfstæðisflokksins eru ESB sinnar.
Halldór Jónsson, 14.9.2018 kl. 16:07
Nafni, þeir eru fleiri en nokkurn gat órað fyrir. Andskotans endaleysa sem Sjálfstæðisflokkurinn er að fokkast upp í ásamt vinstri grænum og framsóknarmaddömmunni sem selur sig oftar og oftar á lægra verði. Svo lágu reyndar, að jafnvel mella myndi ekki setja upp svo lágt verð.
Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.