Fimmtudagur, 13. september 2018
Al-Thani, Hauck & Aufhäuser og núna WOW
Íslenskir viðskiptajöfrar taka reglulega snúning á almenningi og ríkissjóði með skáldskap um að útlendingar sýni þeim traust. Hauck & Aufhäuser bankinn í Þýsklandi átti að vera meðkaupamdi íslenskra gulldrengja á Búnaðarbankanum 2003. Það var blekking.
Útlenskur olíufursti, Al-Thani, var sagður kaupa hlut í Kaupþingi kortéri fyrir hrun. Blekking.
Núna segir um WOW:
Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn [íslensku] bankarnir þyrftu að lána WOW air. Ákveði bankarnir hins vegar að lána það sem upp á vantar binda menn vonir við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu.
Það var og. Íslensku bankarnir eru í eigu ríkisins að stærstum hluta. Ríkisábyrgð á lánum til WOW er að selja fjölskyldusilfrið í hendur manna sem lofa lottóvinningi.
Fimm ástæður eru fyrir því að lottóvinningurinn mun ekki skila sér í hús:
a. vextir á alþjóðamörkuðum eru á uppleið, það verður dýrara að fjármagna rekstur
b. eldsneytisverð fer hækkandi
c. ferðamönnum til Íslands fækkar
d. lággjaldafélög eins og WOW eru um allan heim í taprekstri
e. eigendur WOW safna skuldum í góðæri. Þeir munu enn síður halda sjó í hallæri
Óskiljanlegt er að það skuli vera til umræðu að íslenskir ríkisbankar gefi því gaum að lána WOW.
Ólíklegt að bankarnir komi að WOW | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þörf mannsins fyrir blekkingu trompar staðreyndir - og á öllum tímum þarf einhver að uppgötva hjólið.
Ragnhildur Kolka, 13.9.2018 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.