Al-Thani, Hauck & Aufhäuser og núna WOW

Íslenskir viðskiptajöfrar taka reglulega snúning á almenningi og ríkissjóði með skáldskap um að útlendingar sýni þeim traust. Hauck & Aufhäuser bankinn í Þýsklandi átti að vera meðkaupamdi íslenskra gulldrengja á Búnaðarbankanum 2003. Það var blekking.

Útlenskur olíufursti, Al-Thani, var sagður kaupa hlut í Kaupþingi kortéri fyrir hrun. Blekking.

Núna segir um WOW:
 
 Ekki liggja fyr­ir staðfest­ar upp­lýs­ing­ar um hve mikið fjár­magn [íslensku] bank­arn­ir þyrftu að lána WOW air. Ákveði bank­arn­ir hins veg­ar að lána það sem upp á vant­ar binda menn von­ir við að aðrir fjár­fest­ar taki þátt í útboðinu.
 
Það var og. Íslensku bankarnir eru í eigu ríkisins að stærstum hluta. Ríkisábyrgð á lánum til WOW er að selja fjölskyldusilfrið í hendur manna sem lofa lottóvinningi.
 
Fimm ástæður eru fyrir því að lottóvinningurinn mun ekki skila sér í hús:
a. vextir á alþjóðamörkuðum eru á uppleið, það verður dýrara að fjármagna rekstur
b. eldsneytisverð fer hækkandi
c. ferðamönnum til Íslands fækkar
d. lággjaldafélög eins og WOW eru um allan heim í taprekstri
e. eigendur WOW safna skuldum í góðæri. Þeir munu enn síður halda sjó í hallæri
 
Óskiljanlegt er að það skuli vera til umræðu að íslenskir ríkisbankar gefi því gaum að lána WOW.
 

 


mbl.is Ólíklegt að bankarnir komi að WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þörf mannsins fyrir blekkingu trompar staðreyndir - og á öllum tímum þarf einhver að uppgötva hjólið.

Ragnhildur Kolka, 13.9.2018 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband