Þriðjudagur, 11. september 2018
Varúð: aukin ríkisútgjöld og krónan veikist
Ríkisstjórnin skrúfar upp útgjöld. Krónan fellur um hálft prósent í morgun, eftir fréttir gærdagsins um herkostnaðinn við ríkisstjórnaraðild Vinstri grænna.
Fyrir hádegi í dag er sagt frá útgjaldaaukningu á sviði velferðar- og samgöngumála. Eftir hádegi hlýtur krónan að síga áfram.
Ef frá er talin ímynduð loftslagsvá Vinstri grænna er aukning ríkisútgjalda að einhverju marki nauðsynleg vegna almennra kjarasamninga sem standa fyrir dyrum.
Verðbólgan sem hlýst af veikingu krónunnar keyrir heim þau skilaboð að verkefni verkalýðshreyfingarinnar er að verja áunnin kaupmátt - meira er ekki að sækja. Hagvaxtaskeiðinu er lokið.
Eina spurningin er hvort lending hagkerfisins verði hörð eða mjúk.
![]() |
Teygja sig til barnafjölskyldna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.