Fyrirgefning á tímum samfélagsmiðla - fæst ekki

Fjölmiðlar dansa eftir takti samfélagsmiðla. Lýðræðinu er að mörgu leyti betur borgið með samfélagsmiðlum en án þeirra. Fleiri taka til máls, erfiðara er að beita þöggun.

En hefndarþorsti og múgsefjun fylgir lýðræðinu frá öndverðu: Aþenumenn dæmdu Sókrates til dauða.

Á tímum samfélagsmiðla eru fjölmiðlar ágengari - oft miskunnarlausari - en þeir voru fyrir daga netmiðlunar. Þeir eru í beinni samkeppni um fréttir og frásagnir. Á samfélagsmiðlum er fyrst skotið en síðan spurt um sekt eða sýknu líksins. Fjölmiðlar tileinka sér æ oftar sömu vinnubrögð.

Er samfélagið betra eða verra á tímum samfélagsmiðla? Sumpart betra en að öðru leyti verra. Gildi sem einu sinni þóttu virðingarverð, eins og fyrirgefning gamalla synda, eru farin í hundana. Mögulega, en aðeins mögulega, eru forvarnir í samfélagsmiðlum. Kannski hugsa einhverjir með synduga hugsun sig um tvisvar eða þrisvar áður en þeir láta til skarar skríða af ótta við að afhjúpun. Á móti kemur að sumir saklausir eru teknir af lífi í fárinu sem verður stundum til á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar breiða út.

Syndin fylgir manninum frá upphafi. Í heimi fámiðlunar áttu syndarar skjól, glæpamenn sömuleiðis. Skjólin eru heldur færri nú til dags. 

 


mbl.is Bað Þóri að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband