Miðvikudagur, 5. september 2018
Tíu ára Trump sigrar fullorðinn Macron
Trump stendur betur að vígi meðal bandarískra kjósenda en Macron meðal franskra. Báðir forsetarnir bjuggu til sína eigin pólitísku hreyfingu sem skilaði þeim æðstu embættum í Bandaríkjunum og Frakklandi.
Macron er vonarstjarna vinstrimanna og frjálslyndra. Alþjóðahyggja síðustu áratuga er hugmyndafræðin. Mottóið er engin þjóðríki, öll völd til alþjóðakerfisins. Trump er oddviti hægrimanna. Þeir líta á þjóðríkið sem hornstein siðmenningar. Lykilsetningin er; án þjóða, ekkert samfélag aðeins óreiða.
Í vinstriútgáfunni Guardian er gerður samanburður á Trump og Macron. Niðurstaðan er að á bakvið Macron standa ósamstæð öfl alþjóðasinna en fylgjendur Trump vita hvað þeir vilja - samfélagið sitt tilbaka.
Nú er okkur sagt að Trump sé með heilabú tíu ára krakka. Í ævintýrinu um keisarann klæðalausa var það einmitt krakkinn sem afhjúpaði blekkingu þeirra fullorðnu. Alþjóðahyggjan er nakin blekking.
Með ofsóknaræði og skilning á við 10 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll 100% sammála.
Valdimar Samúelsson, 5.9.2018 kl. 09:46
Það eru lítil takmörk fyrir því hve langt leiðtogar geta gengið ef þeir hitta á tón meirihluta kjósenda. Þannig naut
Ómar Ragnarsson, 5.9.2018 kl. 09:47
Afsakið, hér er athugasemdin öll: Það eru lítil takmörk fyrir því hve langt leiðtogar geta gengið ef þeir hitta á tón meirihluta kjósenda. Þannig naut Hitler stuðnings meirihluta þýskra kjósenda á valdatíma sínum.
Ómar Ragnarsson, 5.9.2018 kl. 09:49
Ekki gat Ómar stillt sig um að líkja Trump við æskilegan samnefnara að sinni ósk
Halldór Jónsson, 5.9.2018 kl. 11:01
Er nú ekki alveg sammála því að Hitler hafi notið meirihluta stuðnings þýskra kjósenda, aðeins uþb þriðjungs. En hann notaði sömu aðferð á þýska þinginu og bolsévíkar í rússnesku Dúmunni; kúgaði meirihlutann og hirti völdin.
Kolbrún Hilmars, 5.9.2018 kl. 14:19
Þótt ég sé að mörgu leyti sammála því að alþjóðahyggja og "frjálslyndi" hafi farið fram úr sér undanfarinn áratug eða meira þá er ansi langt seilst að telja Trump leiðtoga. Trump er afsprengi óánægju og sjálfsagt að leitast við að ræða óánægju og leita lausna. Lausnin er auðvitað ekki áframhaldandi efling stórfyrirtækja heimsins í boði ESB og fleiri, en lausnin er ALLS EKKI heldur að hlusta á menn eins og Trump. Það sjá allir sem vilja að Trump gengur ekki heill til skógar og því fyrr sem menn viðurkenna það því fyrr er hægt að snúa sér að því að leita lausna.
Jón Árni Bragason, 6.9.2018 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.