Þriðjudagur, 4. september 2018
ESB: Gamli sáttmáli gildir um Noreg og Ísland
Í augum Evrópusambandsins er Ísland hjálenda Noregs í EES-samstarfinu. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu býður Bretum sama samning og Noregur hefur; að taka við reglum sambandsins og borga fyrir aðgang að innri markaði sambandsins.
Á hátíðarstundum er reynt að telja okkur trú um að EES-samningurinn sé fjölþjóðasamningur þriggja ríkja, þ.e. Noregs, Íslands og Lichtenstein við Evrópusambandið. Í reynd er samningurinn milli Noregs og tveggja smáríkja, sem valdamönnum í Brussel finnst ekki taka að nefna á nafn.
Noregur er stórveldið í EES, sagði norskur þingmaður í vor. Norskur ráðherra gerði sér ferð til Íslands í sumar að leggja línurnar um hvernig ríkisstjórn Íslands ætti að bregðast við einhliða útvíkkun ESB á samningnum, sem felur m.a. sér íhlutunarrétt í íslensk orkumál.
Barnier í Brussel segir blátt áfram það sem íslensk stjórnvöld láta yfir sig ganga: Osló ákveður, Reykjavík fylgir. Gamli sáttmáli er í fullu gildi í stjórnarráðinu á Arnarhvoli.
Þýddi endalok innri markaðarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll
Bíddu nú aðeins hægur; Noregur er stórveldið í EES. Ég skil ekki afstöðu þeirra sem eru að efna til innbyrðis, sekterískra deilna innan raða andstæðinga aðildar Íslands að ESB. Endi aðildin að EES með einhliða úrsögn Íslands tel ég og margir aðrir fáa kosti í stöðunni. Endirinn yrði líklegast innganga í ESB. En þá segja þeir harðsæknu væntanlega „heldur þann versta en þann næstbesta“.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 4.9.2018 kl. 11:24
Góð áminning Páll. Einar hvað átt þú við að við endum í ESB þegar allir eru að tala um að enda EES og þar með aftengja okkur við ESB. Þetta verður sl´mt fyrir stórfyrirtæki og það er gott því á Íslandi eru tugir að smá fyrirtækjum sem geta tekið við og það skapar minni mengun vegna flutnings og setur okkur í jarðsamband við Ísland. Okkar land, þjóð og haf.
Valdimar Samúelsson, 4.9.2018 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.