Laugardagur, 1. september 2018
Pólitísk nefnd til varnar EES
Hugmyndafræði EES-samningsins er komin í þrot. Evrópusambandið bjó til þennan samning fyrir 25 árum fyrir ríki sem voru á leið inn í sambandið. Á seinni árum notar ESB samninginn til að sækja sér valdheimildir yfir innanríkismálum EES-ríkja, nú síðast yfir raforkumálum.
Auk Íslands eiga Noregur og Liechtenstein aðild að EES-samningnum á móti Evrópusambandinu.
Bretar, sem eru á leið úr ESB, ætla ekki að ganga inn í EES-samninginn enda samræmist hann ekki fullveldi Bretlands.
Utanríkisráðherra Íslands skipar pólitíska nefnd sem skipa yfirlýstir stuðningsmenn EES-samningsins. Formaður nefndarinnar, Björn Bjarnason, segir
Ég var og er á móti ESB-aðild og tel að EES-leiðin sé best til óhjákvæmilegs samstarfs okkar við ESB.
EES-samningurinn er ekki óhjákvæmilegur fyrir samskipti nágrannaþjóða við Evrópusambandið. Ef svo væri yrði Bretland aðili að samningnum eftir úrsögn úr ESB.
EES-samningurinn er barn síns tíma. Ísland ætti að segja sig frá samningi sem samrýmist ekki fullveldi þjóðarinnar.
Björn Bjarnason leiðir starfshóp um EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það gæti verið verkefni fyrir Kastljos að sýna okkur fríverslunarsamninginn á milli Kanada og ESB, hvað gætum við lært af þeim samningi?
Jón Þórhallsson, 1.9.2018 kl. 08:49
Þú ert bara bjartsýnn í dag, Jón, að nefna Kastljós til að sýna okkur raunheima. En kannski er þetta bara grín hjá þér.
Gunnar Heiðarsson, 1.9.2018 kl. 09:00
Blessaður Páll.
Þú segir allt sem segja þarf í þessum orðum þínum; "EES-samningurinn er barn síns tíma. Ísland ætti að segja sig frá samningi sem samrýmist ekki fullveldi þjóðarinnar.".
Óbein aðild að ESB án áhrifa er engu betri en full aðild án áhrifa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.9.2018 kl. 10:49
Gefum okkur að ísland myndi segja upp núgildandi EES-samningi
og gera tvíhliða samning á við ESB
með nákvæmlega sama hætti og Kanada gerði við ESB,
Hver myndi dæma í ágreiningsmálum
sem að kynnu að koma upp á milli Íslands og ESB?
Jón Þórhallsson, 1.9.2018 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.