Föstudagur, 31. ágúst 2018
Stríðsmangarinn, vinstrihetjan og særða vinkonan
Vinstriútgáfur eins og New York Times, Washington Post og Guardian lyfta nýlátnum John McCaein á hetjustall. Hann var einn aðalhöfundur stríðsátaka í Úkraínu og Georgíu og einlægur stuðningsmaður innrásarinnar í Írak - sem hleypti af stað óöldinni í miðausturlöndum.
McCain var kaldastríðshaukur sem hélt áfram að skipta heiminum í vestur og austur, mennina í vonda og góða, þótt járntjaldið væri fallið og kommúnisminn dauður. Ást vinstrimanna á McCaein verður aðeins skýrð með hatri þeirra á Donald Trump, sitjandi forseta.
Fyrrum vinkona og varaforsetaefni McCain, Sarah Palin, geldur þess að hún styður Trump og er útilokuð frá jarðaförinni.
Við útför McCain er fleira borið til grafar en stríðsmangari.
Palin meinað að vera viðstödd útför McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skítt með álit þitt á McCain Páll.
En það var múr Sovétríkjanna sem skildi að þau ríki sem þú minnist á. Það var helfrosinn sovéski múrinn frá Balkanskaga til Indlands sem hélt íslamísku ríkjunum í Mið-Austurlöndum í aðskildum ríkiseiningum. Og þegar hann féll rann ríkjaskipan þeirra inn í upplausnarferli sem ekki sér enn fyrir endann á.
Við fall sovétmúrsins hófust Íslamistar handa við að reyna að mynda jihadistaríki þvert á landamæri og kveiktu í Bandaríkjunum til að reyna að efla samstöðuna við málstað sinn innan hins íslamíska heims. Bandaríkin brugðist við með því að reyna að koma á einhverskonar lýðræði, en mistókst. Staðan í Mið-austurlöndum er því enn óbreytt. Og þar er ástkona þín Rússland að enn.
Þessi tugga um að Bandaríkin hafi sáð þessum fræjum er byggð á vanþekkingu. Það er alveg eins hægt að halda því fram að innrás Rússlands í Afganistan sé orsök þess sem þú segir hér.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 31.8.2018 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.