ESB-her til hliðar við Nató

Evrópskur her þykir nauðsynlegur í höfuðstöðvum ESB í Brussel af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að Bandaríkin, sem í reynd stjórna Nató, eru orðin óútreiknanleg undir Trump.

Í öðru lagi, og sú ástæða er mikilvægari, er að engar sögur eru til um stórveldi fyrri tíðar sem ekki höfðu yfir her að ráða. Og ESB ætlar sér að verða stórveldi.

Forseti Frakklands segir að auka þurfi varnir ESB. Herir eru alltaf settir á laggirnar til að verjast. En einkenni stórvelda, allt frá dögum Róm, er að að þau þenjast út - oftar en ekki með hervaldi.


mbl.is Auka þurfi varnir ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt eins og ekki er hægt að tefla skák, án þess að hafa það plan b að sækja, ganga einhliða hervarnir án plans b um sókn, ekki upp. 

Þetta kom berlega í ljós í innrás Þjóðverja í Pólland 1939. 

Allar heráætlanir Frakka byggðust á því að verjast, meðal annars með Maginot-línunni, og engin áætlun var til um sókn inn í Þýskaland, sem var forsenda þess að eiga einhverja möguleika á móti Þjóðverjum.

Frakkar voru með tvöfalt öflugri herafla en Þjóðverjar við vesturlandamæri Þýskalands en Þjóðverjar, sem höfðu sent lungann af her sínum á móti Pólverjum. 

Pólverjar voru því illa sviknir þegar ekkert gerðist á vesturvígstöðvunum og Hitler gat, óáreittur af Bretum og Frökkum, lagt Pólland undir sig á mettíma.

Ómar Ragnarsson, 27.8.2018 kl. 12:54

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lok fréttarinnar segir allt sem segja þarf:

"hvet­ur hann til nán­ara sam­starfs meðal ríkja ESB sem sé besta vörn­in gegn auk­inni þjóðern­is­hyggju." 

Það er ekki gegn utanaðkomandi ógn sem Macron vill efla varnir ESB, heldur gegn þegnum sambandsins.

Gunnar Heiðarsson, 27.8.2018 kl. 13:39

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjó eftir því sama og Gunnar Heiðarsson; "varnir" ESB eru besta vörnin gegn aukinni þjóðernishyggju.  Hvað eru menn að hugsa þarna á meginlandinu?

Kolbrún Hilmars, 27.8.2018 kl. 16:31

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv þarf að vera duglegra við að sýna hvar mesti núningurinn er á milli deilu-aðila á tækniteikningum í vikulegum sjónvarpsþætti sem að sérhæfði sig í utanríkismálum.

Jón Þórhallsson, 27.8.2018 kl. 19:55

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Missti af fréttunum um opinberun Macron,s.
Menn höfðu Esb lengi grunað um að vilja stofna her,
en nú eru þeir lafhræddir um höfuðstöðvar sínar í Brussel.
Nú skal stofna löggæsluher;þetta brjálaða Esb getur auðvitað ekki krafið NATO 
um íhlutun komi til mótmæla þegna Evrópu-ríkja gegn þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 28.8.2018 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband