Sunnudagur, 26. ágúst 2018
McCain skóp Trump en hataðist við hann
Johan McCain er einn aðalhöfundur nýja kalda stríðsins milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússlands. Náinn samstarfsmaður McCain, Adam Shaakasvili, tengir bandaríska þingmanninn bæði við stríð Rússa og Georgíu sumarið 2008 og yfirstandandi borgarastyrjöld í Úkraínu, sem hófst fyrir fjórum árum.
Hugmyndafræði McCain var að Bandaríkin í samvinnu við Evrópusambandið og Nató myndu leggja undir sig heiminn með vopnavaldi í nafni frjálslyndis. Til að það gengi eftir yrði að knésetja Rússland, gera það að hjálendu vestrænna ríkja.
Rússum gast ekki að einpóla heimi Bandaríkjanna. Pútín Rússlandsforseti varaði Bandaríkin við í frægri ræðu í Munchen í Þýskalandi árið 2007 að bandarískt heimsforræði væri óhugsandi. Í sumar útskýrði Pútín í sjónvarpsviðtali hvernig einpóla hugmyndafræði McCain og félaga er bein ástæða fyrir upplausn alþjóðakerfisins þar sem átök og óvissa eru ráðandi.
MaCain studdi innrás Bandaríkjanna í Írak 2003, sem var tilraunaverkefni fyrir einpóla heim. Þrátt fyrir ósigurinn þar var haldið áfram; Líbýu og Sýrlandi var steypt í borgarastyrjaldir samhliða sem öryggishagsmunum Rússlands var stöðugt ógnað.
Bandaríkjamenn urðu þreyttir á stríðsátökum, kusu Trump til forseta 2016 sem lofaði færri hernaðarævintýrum í útlöndum og gaf upp á bátinn drauminn Bandaríkin sem alheimslögreglu.
Í þessum skilningi skóp McCain Trump - og hataðist við hann. Nú er McCain allur; heimsmyndin sem hann stóð fyrir er að hruni komin.
John McCain látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann var atkvæðið sem kom Obamacare í gegn og lenti í slysinu á Forrestal.. https://www.snopes.com/fact-check/john-mccain-fire-uss-forrestal/
Guðmundur Böðvarsson, 26.8.2018 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.