Föstudagur, 24. ágúst 2018
Fjölmiðlar gagnrýna - en aldrei sjálfa sig
Sögulega er eitt hlutverk fjölmiðla að gangrýna, veita aðhald þeim sem fara með völd og mannaforráð í samfélaginu. Fyrir daga samfélagsmiðla voru fjölmiðlar nær einráðir um þetta hlutverk. Þorri fjölmiðla tók hlutverkinu af ábyrgð. En það breyttist með samfélagsmiðlum.
Á samfélagsmiðlum er fyrst skotið en síðan spurt. Í samkeppni við samfélagsmiðla taka fjölmiðlar æ oftar upp ósiðinn.
Fjölmiðlar er iðnir við kolann, að gagnrýna meinta máttarstólpa samfélagsins, en þeir gagnrýna nær aldrei hvern annan. Engu að síður eru fjölmiðlar valdamiklir samfélaginu. Í samvinnu við samfélagsmiðla stjórna þeir stærstum hluta umræðunnar.
Það þarf mann eins og Brynjar Níelsson til að stunda fjölmiðlarýni þar sem spurt er gagnrýnna spurninga. Fjölmiðlar ýmist þegja um misnotkun fjölmiðlavalds eða snúast til varnar félögum sínum í starfsstéttinni. Bein og óbein skilaboð fjölmiðla eru að þeir séu hafnir yfir gagnrýni. Þess vegna eru fjölmiðlar orðnir keimlíkir samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
Tekur einhver orðið mark á fjölmiðlum í dag?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.8.2018 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.