Þriðjudagur, 21. ágúst 2018
Norskt ráðherravald yfir Íslandi
,,Vinnuheimsókn" norska utanríkisráherrans, Ine Marie Eriksen Søreide, til Íslands þjónaði þeim eina tilgangi að leggja línurnar um það hvernig Íslendingar ættu að gefa eftir fullveldið til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn.
Þekktir ESB-sinnar hér á landi, t.d. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, vilja ekki kalla ,,vinnuheimsóknina" þrýsting enda þurfa þeir ekki hvatningu til að sjá Brusselroðann í austri.
Verra er að utanríkisráðherra Íslands, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór, er orðinn handbendi erlendra hagsmuna. Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki atkvæði til að framselja fullveldið til Brussel.
Athugasemdir
Evrópu plágan kallar á hörð viðbrögð! Ætlum við að láta hana leggjast yfir þjóðina?
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2018 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.