Dó út vegna leti - ekki nægjusemi

Tegundin sem við tilheyrum, homo sapiens, er talin koma fram fyrir um 200 þúsund árum. Aðrar tegundir, sem deildu sameiginlegum forföður, dóu út. Ein þeirra er upprétti maðurinn, homo erectus. Tilgáta er sett fram að leti varð tegundinni að aldurtila.

Ástralskir fornleifafræðingar grófu í búsetusvæði homo erectus á Arabíuskaga á eldri steinöld. Tegundin kunni til verka að smíða sér áhöld en notaði óhentugt grjót. Skammt frá búsetusvæðinu var hægt að sækja sér gott grjót í steinverkfæri en íbúarnir hirtu ekki um það heldur notuðu það sem hendi var næst.

Homo sapiens og Neandertalsmaðurinn sóttu sér smíðaefni langar leiðir. Tilgáta áströlsku vísindamannanna er að upprétti maðurinn dó út vegna leti.

Annað orð yfir leti er nægjusemi. En tilgáta um að nægjusemi leiði til útrýmingar hljómar ekki nógu vel í eyrum homo sapiens.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nægjusemi leiðir ekki til framfara.  Ó-nægjusemi hvetur menn til dáða, til þess að breyta og bæta.

Kolbrún Hilmars, 19.8.2018 kl. 14:53

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Allir kynþættirnir hér á jörðu komu til jarðarinnar á geimskipum frá ólíkum stjörnukerfum í fyrndinni á mismunandi tímum:

= það var engin þróun frá öpum til manna hér á jörðu

bara vegna tilviljanakenndra stökkbreytinga og náttúru-úrvals.

Forfeður Ástralíufrumbyggja komu fyrst til jarðarinnar fyrir 6 milljón árum.

Á þeim tíma urðu  margar risa-hamfarir sem að fleyttu allri þróun aftur á steinöld= Öll menning varð að byrja upp á nýtt.

------------------------------------------------------------------------

Hvíti kynsofninn kom til jarðarinnnar með geimskipum 196.000 Bc. frá Pleiades-stjörnukerfinu og reysti sína fyrstu menningu í Atlantis sem að nú er sokkið í sæ, en var á því svæði sem að nú heitir ATLANTSHAF.

Jón Þórhallsson, 19.8.2018 kl. 14:58

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sólin ATLAS er ennþá á sínum stað í Pleiades-stjörnukerfinu

og mennskir og hvítir geim-gestir eru ennþá að ferðast

á milli Pleiades-stjörnukerfisisins og jarðarinnar: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2218538/

Jón Þórhallsson, 19.8.2018 kl. 15:35

4 Smámynd: Hörður Þormar

Neanderdalsmaðurinn hjarði í Evrópu í nær 400 þús. ár, í baráttu við kulda og harðindi. Hann hvarf af sjónarsviðinu fyrir 30-40 þús. árum og við tók hinn "Vitiborni maður"

Skyldi hann halda það svo lengi út? Ég efast um það. Neanderthal - Wikipedia

Hörður Þormar, 19.8.2018 kl. 16:17

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég vil meina að ástralíu-frumbyggjar nútímans og Neanderthals-maðurinn

sé sami grauturinn í sömu skálinni:

australia black race

https://en.wikipedia.org/wiki/African_Australians

Jón Þórhallsson, 19.8.2018 kl. 16:27

6 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Frá hvaða stjörnukerfi komu Kínverjar?

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 19.8.2018 kl. 18:09

7 Smámynd: Jón Þórhallsson

Asíu-búarnir komu einhversstaðar úr Centauri-stjörnukerfinu 1.350.000 Bc.

og reistu sína fyrstu menningu á Mars og á plánetunni Meldek (sem síðan var sprengd í loft upp í raunverulegu stjörnustríði).

Þá fluttu þeir sig til jarðarinnar og reistu sína fyrstu menningu á landssvæði sem kallaðist Lemúria 1.320.000 Bc. (En er nú sokkin í sæ).

Jón Þórhallsson, 19.8.2018 kl. 18:50

8 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Spennandi, ertu í einhverju sambandi við "Aríana" frá Pleiades-stjörnukerfinu? Eru hundar frá Pleiades-stjörnukerfinu? Eða þaðan sem Kínverjar koma Centauri-stjörnukerfinu? Það gæti útskýrt list þeirra á Hundum.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 19.8.2018 kl. 20:04

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Margir Pleiadesbúar eru á facebook og þar er ég í sambandi við þá.

Ég hef grun um að allt hundatengt komi frá Sírius-stjörnukerfinu.

 https://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1285879/

----------------------------------------------------------------------

Þó má geta þess að asíubúar eru með sinn eigin dýramerkja-stjörnukefi

þar sem að er haldið upp ár hundins:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1452995/

Jón Þórhallsson, 19.8.2018 kl. 20:27

10 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Lati Geir á Lækjarbakka

Benedikt Halldórsson, 19.8.2018 kl. 21:24

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hef það eftir Karli Sigurbjörnssyni (viðtal í Fréttabl.)að Sören Kierkegaard hefði sagt "að iðjuleysi væri stórlega vanmetin lífsgæði". Ja sooo!? 

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2018 kl. 21:28

12 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að þið gætuð spurt Jesú Krist einhverrar spurningar;

hvaða spurning væri það?

=Hver gæti verið brýnasta spurningin sem að Þjóðkirkjuna vantaði svar við?

Jón Þórhallsson, 19.8.2018 kl. 21:45

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það hentar bruðlkynslóð nútímans ef hægt er að ófrægja nægjusemi og þar með kröfuna um sjálfbæra þróun. Of lítil sjálfsbjargarviðleitni getur að sönnu átt þátt í óförum manna, en bruðl og græðgi geta það einnig og gera það líklega oftar. 

Dæmin eru mörg varðandi rányrkju og eyðingu auðlinda. 

En þegar ég kom til Raufarhafnar að gera þátt um þorpið nokkrum árum eftir hrun síldarstofnsins, talaði fólkið þar um þann tíma "sem síldin lagðist frá." 

Í orðræðunni var hún ennþá, einhvers staðar þarna úti.  

Ómar Ragnarsson, 20.8.2018 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband