Föstudagur, 17. ágúst 2018
Trump: Tyrkland hryðjuverkaríki
Donald Trump segir Tyrkland taka saklausan bandarískan prest í gíslingu og krefjast lausnargjalds. Bandaríkin munu ekki borga heldur auka þrýstinginn á Tyrkland að láta prestinn lausan án skilmála.
Tyrkland er Nató-ríki, sameiginlegu hernaðarbandalagi vestrænna ríkja. Það sýnir gjaldfall Nató að forseti Bandaríkjanna, sem stendur undir rekstri Nató, skuli ásaka annað aðildarríki um starfshætti hryðjuverkasamtaka.
Siðferðileg og pólitísk innistæða Nató er orðin hverfandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.