Fimmtudagur, 16. ágúst 2018
Dagblöð staðfesta samsæri gegn Trump
Óvægin gagnrýni Trump á dagblöð og fréttastofur er til marks um að handhafi formlegs valds, forsetinn, telur illa farið með óformlegt vald - þ.e. fjölmiðlavald. Trump hefur nokkuð til síns máls.
Fjölmiðlar hafa t.d. ranglega haldið því fram að Rússar, Pútín forseti sérstaklega, hafi tryggt forsetakjör Trump 2016. Engar sannanir hafa verið lagðar fram, aðeins ásakanir af pólitískum andstæðingum Trump. Fjölmiðlar endurtaka þessar ásakanir nógu oft til að gera þær trúverðugar. Falsfréttir verða ekki sannar með endurtekningu, ekki frekar en lygi.
Nú þegar dagblöð taka sig saman um að birta leiðara til að mótmæla Trump staðfesta dagblöðin gagnrýni forsetans. Það eru samantekin ráð í fjölmiðlum að gagnrýna forsetann og sýna hann í neikvæðu ljósi.
Fjölmiðlar og Trump eru í samkeppni um hvaða frásögn sé rétt af stöðu mála í bandarísku samfélagi. Trump leggur áherslu á meiri hagsæld, minna atvinnuleysi og meiri hagvöxt. Fjölmiðlar bregða upp annarri mynd; að forsetinn ali á sundrungu, bæði heima og á alþjóðavettvangi, og að Bandaríkin séu verr sett en áður.
Skipulögð aðför að orðspori forsetans á leiðarasíðum yfir 100 dagblaða sýnir að ritstjórnir þessara fjölmiðla eru komnar á kaf í pólitík. Við það verður fréttaflutningur fjölmiðlanna ótrúverðugur, svo vægt sé til orða tekið.
Yfir hundrað leiðarar gegn Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um 95% fjölmiðla, "fréttamiðla", eru í eigu sömu aðila. Þessum miðlum er sagt hvað þeir eigi að gera af eigendum sínum, skipunin kemur ofan að og það er betra að hlíða viljirðu halda vinnunni. Vitað er um suma spjallþátta stjórnendur sem fá sérstakar greiðslur fyrir að halda hatursáróðrinum gangandi gegn Trump.
Elítan, sem á fjölmiðlana, hefur aldrei sætt sig við það að Trump hafi komist til valda, þar sem þeir geta ekki stjórnað honum, hann þurfti ekki á peningum þeirra að halda til að komast í Hvíta húsið. Spillta Hillary var þeirra val því þeir hafa hana í vasanum og hefðu getað stjórnað öllu sem þeir vildu með því að kippa í spott hennar, hún var tilbúin að gera allt fyrir þá.
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.8.2018 kl. 09:49
Fjölmiðlamenn þurfa ekki að bíða eftir skipunum frá yfirboðurum sínum. Þeir eru upp til hópa vinstri sinnaðir og hatast við Trump af hreinni eðlisávísun.
Ragnhildur Kolka, 16.8.2018 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.