Miðvikudagur, 15. ágúst 2018
WOW fór í samjöfnuð, tapaði
Dramb er falli næst, segir orðskviðan. WOW gerði út á samjöfnuð við Icelandair. WOW var frískari, fyndnari og framtíðin í samanburði við gamla ríkisflugfélagið. Án efa hjálpaði ímyndin til að byrja með.
Þegar fréttir birtust af versnandi afkomu Icelandair, síðast í vor og sumar, var WOW fljótt að koma með fréttatilkynningar um að allt blómstraði þar á bæ.
Ímynd er eitt en veruleikinn annar. WOW er sproti en Icelandair sterkur stofn. Í hausthreti flugfélaganna skiptir það máli.
Hækka í verði eftir fréttir frá WOW | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Rallið´er ekki búið fyrr en það er búið." Dálítið snemmt að gefa út dánarvottorð á annað flugfélagið en ekki hitt.
Ómar Ragnarsson, 15.8.2018 kl. 16:54
Ég er ekki að gera því skóna að WOW leggi upp laupana, Ómar. Aðeins að félagið standi veikari fótum en helsti keppinauturinn. Vonandi lifa þau bæði.
Páll Vilhjálmsson, 15.8.2018 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.