WOW fór í samjöfnuð, tapaði

Dramb er falli næst, segir orðskviðan. WOW gerði út á samjöfnuð við Icelandair. WOW var frískari, fyndnari og framtíðin í samanburði við gamla ríkisflugfélagið. Án efa hjálpaði ímyndin til að byrja með. 

Þegar fréttir birtust af versnandi afkomu Icelandair, síðast í vor og sumar, var WOW fljótt að koma með fréttatilkynningar um að allt blómstraði þar á bæ.

Ímynd er eitt en veruleikinn annar. WOW er sproti en Icelandair sterkur stofn. Í hausthreti flugfélaganna skiptir það máli.


mbl.is Hækka í verði eftir fréttir frá WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Rallið´er ekki búið fyrr en það er búið." Dálítið snemmt að gefa út dánarvottorð á annað flugfélagið en ekki hitt. 

Ómar Ragnarsson, 15.8.2018 kl. 16:54

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég er ekki að gera því skóna að WOW leggi upp laupana, Ómar. Aðeins að félagið standi veikari fótum en helsti keppinauturinn. Vonandi lifa þau bæði.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2018 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband