Sjálfstæðismenn ekki í Viðreisn eða Samfylkingu

Forysta Sjálfstæðisflokksins er tvístígandi í afstöðunni til yfirtöku Evrópusambandsins á íslenskum raforkumálum. Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins vekur athygli á þeirri staðreynd að allur þorri sjálfstæðismanna er á móti framsali forræðis raforkumála til Brussel.

Forysta Sjálfstæðisflokksins áttar sig kannski ekki því en fáa sjálfstæðismenn er að finna í Viðreisn og Samfylkingu. Þessi flokkar stefna Íslandi inn í Evrópusambandið og vilja að raforkumál landsins fari undir embættismenn í Brussel.

Aftur þarf forysta Sjálfstæðisflokksins að átta sig á því að sjálfstæðismenn eiga í önnur hús að venda ef flokkurinn stendur ekki í ístaðinu í málum sem hann var stofnaður til að fylkja sér um: sjálfstæði lands og þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þörf brýning. Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við því að misstíga sig í þessu máli.

Ragnhildur Kolka, 15.8.2018 kl. 07:45

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þurfa þeir og allir landsmenn ekki að velja á milli tveggja slæmra kosta?

1.Að segja EES-samningnum upp og halda fullu sjálfstæði yfir raforkumálum.

2.Að lúta EFTA-dómstólnum og samþykkja þennan nýja orkumálapakka.

Jón Þórhallsson, 15.8.2018 kl. 09:00

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Eru Sjálfstæðismenn ekki orðnir fangar forystunnar? 

Halldór Jónsson, 16.8.2018 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband