ESB ákærandi og dómari í íslenskum málum

Íslendingar ráða raforkumálum sínum sjálfir í dag, alþingi ákveður t.d. hvort skuli virkja eða ekki. Evrópusambandið hyggst breyta þessu fyrirkomulagi, taka til sín völd um auðlindir Íslands.

Forstjóri orkustofnunar Evrópu, sem ætlast er til að Ísland verði aðili að, segir að aðeins komi til kasta ef ,,ágreiningur" verður um orkumál. Á móti má spyrja: síðan hvenær var ekki ágreiningur um orkumál, hvort virkja skuli og í hverra þágu?

Með orkumálapakkanum svokallaða fær Evrópusambandið íhlutunarrétt í viðkvæm íslensk málefni. Alþingi á ekki að samþykkja þetta fullveldisframsal til Brussel. Ekki undir nokkrum kringumstæðum.


mbl.is Forstjórinn segir völd sín ofmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enn ein blekkingarherferðin. Ef samþykkt þá verður látunum ekki linnt fyrr en lagður hefur verið sæstrengur svo yfirráð ESB yfir raforkumálum  á ÍSlandi verði tryggð.

Ragnhildur Kolka, 14.8.2018 kl. 09:09

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ágreiningsmál vegna gjörða Landsreglarans, sem verður örverpi í stjórnsýslunni, óháður innlendum stjórnvöldum og undir stjórn ACER gegnum ljósritunarstofuna ESA, verða útkljáð á grundvelli Evrópuréttar með úrskurðum, sem EFTA-dómstóllinn kveður upp.  Þetta jafngildir því að flytja dómsvaldið úr landi.  Ætla þingmenn að fljóta sofandi að feigðarósi ?

Bjarni Jónsson, 14.8.2018 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband