Mánudagur, 13. ágúst 2018
Samfélagsmiðlar: vettvangur eða útgefendur?
Samfélagsmiðlar eins og Facebook og Twitter ritstýra í vaxandi mæli efni sem birtist á vettvangi þeirra. Til skamms tíma sögðust samfélagsmiðlar ekki vera útgefendur heldur vettvangur fyrir hugmyndir og frjálsa orðræðu.
Efni sem einum hugnast er öðrum ógeðfellt, eins og gengur. Ritstýring samfélagsmiðla á orðræðu sem þar er að finna þýðir að samfélagsmiðlar ákveða sjálfir hvað er við hæfi og hvað ekki. Þetta hafa dagblöð, tímarit og aðrir fjölmiðlar gert í áratugi.
En með því að taka upp ritstýringu eru samfélagsmiðlar ekki lengur vettvangur heldur útgefendur. Og eins og aðrir fjölmiðlar bera þeir ritstjórnarlega ábyrgð á innihaldinu. Um útgefendur gildir strangari löggjöf en opinn vettvang. Faglegar og siðferðilegar kröfur eru einnig beinskeyttari.
Samfélagsmiðlar geta ekki bæði sleppt og haldið, þóst vera opinn vettvangur en samt ritstýra innihaldinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.