Sunnudagur, 12. ágúst 2018
Einn prestur á móti 81 milljón múslíma
Þið látið 81 milljón Tyrkja gjalda handtöku yfirvalda á einum presti, sem er með tengsl við hryðjuverkasamtök, sagði Edogan Tyrklandsforseti á útifundi um deiluna við Bandaríkin.
Erdogan blessaður skilur ekki að fyrir þorra Bandaríkjamann, ekki síst fylgismanna Trump, er einn kristinn prestur margfalt meira virði en samanlagður fjöldi múslíma í heiminum.
Tyrknesk yfirvöld handtóku Andrew Brunson mögulega til að þrýsta á að Bandaríkin framselji múslímaklerk í Bandaríkjunum, Fethullah Gulen, sem áður var bandamaður Erdogan, en er sakaður um landráð af stjórninni í Ankara.
Erdogan stendur frammi fyrir þjóðargjaldþroti Tyrkja vegna þess að hann misreiknaði sig og hélt að hægt væri að skipta á sléttu; prestur fyrir múslímaklerk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.