Sunnudagur, 12. ágúst 2018
Dagblöð sameinast gegn Trump - og tapa
Bandaríska stórblaðið Boston Globe leiðir óformlegt samráð dagblaða um að mótmæla Trump forseta. Gagnrýni forsetans á falsfréttir eru ástæða mótmælanna, sem munu birtast í leiðurum dagblaðanna.
Samráðið er undir þeim formerkjum að frjálsir fjölmiðlar séu forsenda lýðræðis. En gagnrýni forsetans beinist ekki að fjölmiðlafrelsi heldur falsfréttum. Með samráðinu gegn Trump gera fjölmiðlar ekki annað en að undirstrika að þeir séu á móti forsetanum.
,,Við erum ekki óvinir þjóðarinnar," segir einn ritstjóra Boston Globe. En, óvart, þá hefur forsetinn umboð þjóðarinnar en ekki fjölmiðlar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.