Trump og vinsældir fjölmiðlaandúðar

Donald Trump gerir gott mót þegar hann gagnrýnir fjölmiðla fyrir falsfréttir. Guardian, sem tíðkar neikvæðar fréttir af forsetanum, segir frá fjöldafundi forsetans er snerist upp í allsherjarfordæmingu á fjölmiðlum.

Góður rómur var gerður að ásökunum Trump, segir Guardian.

Trump er ekki óhlutdrægur, eins og gefur að skilja. Hann kýs fremur jákvæðar fréttir af sjálfum sér en neikvæðar. Þannig hugsa stjórnmálamenn.

Aftur er ekki einleikið hve margir taka undir ásakanir Trump um hlutdrægni fjölmiðla. Gagnrýni hans fellur í frjóan jarðveg sem var tilbúinn áður en Trump gaf sig að stjórnmálum.

Fjölmiðar héldu að fólki heimsmynd sem var ekki trúverðug. Trump er verkfærið að mölbrjóta þá heimsmynd. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Engir meinbugir við ásökunum Trumps á fundinum enda sjálfur hreinskiptinn á sínum einka miðli...og nú er loksins hlustað. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2018 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband