Síðkristni: trú án almættis

Barnatrúin, að guð sé almáttugur skapari himins og jarðar og dæmir synduga og réttláta á efsta degi, á undir högg að sækja síðustu tvær aldir eða svo. Engu að síður skírum við börnin okkar flest hver og tökum vel í að þau fermist.

Við lifum á síðkristnum tíma. Trúin er viðurkennd sem mótandi afl kynslóðanna og ól af sér hugmyndir um mannhelgi sem við viljum ekki án vera. Boðskapur kristin lifir þótt kennivaldið sé nokkuð úr sér gengið.

Þeir sem kynna sér liðna menningarheima eiga það til að uppgötva trú er hálfsefur í vitundarlífinu. Tom Holland heitir höfundur bóka um Forn-Grikki og Rómverja. Hann var, og er líklega, kristinn í almennu útþynntu merkingunni, alin upp í sunnudagaskólum ensku biskpuakirkjunnar en fullorðinn veraldlega þenkjandi. Eins og t.d. sést á meðferð hans á Múhameð og upphafi íslam.

Holland skrifaði grein í New Statesman þar sem hann lýsir endurmati á sjálfum sér og afstöðunni til kristni. Í lok greinarinnar segir hann kristni kenna að göfugra sé að þjást en valda öðrum þjáningum. 

Höfundur boðskaparins um að betra sé að þola óréttlæti en beita rangindum er aftur Platón, sá er skrifaði samræður Sókratesar. Í Gorgíasi leiðir Platón fram sannindin: ,,Ég hafði þá á réttu að standa, þegar ég hélt því fram, að hvorki ég né þú né nokkur annar maður kysi heldur að breyta rangt en að þola óréttlæti, þar sem það er í rauninni verra." [475]

Platón spókaði sig í Aþenu 400 árum áður en barnið fæddist í Betlehem.

Lærdómurinn? Jú, barnatrúin á almættið var smávegis misskilningur. Kristni var alltaf meira en Jesúbarnið. Trúin þarf ekki guð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fara ekki allir prestar með trúarjátninguna í öllum messum og trúa á að það sé einhverskonar HUGSUN Á BAK VIÐ OKKAR TILVERU OG OKKAR FULLKOMNU SKILNINGARVIT?

Við gætum kallað það afl GUÐ; þó að við getum ekki sett hann í kassa.

-----------------------------------------------------------------------------

"NÁLÆGIÐ YÐUR GUÐI OG 

ÞÁ MUN HANN NÁLGAST YÐUR!"

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2213998/

Jón Þórhallsson, 5.8.2018 kl. 10:31

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er allt í lagi með hugleiðingar þínar, Páll, þar til þú í lokin tekur þetta órökstudda risastökk í lokaályktun þinni (jumping to conclusions). Þú tekur ekki mikið mark á Kristi, ef þú heldur að trúin (kristna) þurfi ekki Guð.

"Trúið á Guð og trúið á mig," sagði hann sjálfur.

Ógerlegt er að þóknast Guði án trúar, því að sá sem vill nálgast Guð verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er leita hans." (Hebr.11.6)

Jón Valur Jensson, 5.8.2018 kl. 14:37

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það eina góða við kristni, er eftir að Martin Lúter komst á kreik.

Hvað varðar fólk, sem trúir á "jólasveininn", er ekki mikið hægt að segja um. Verði þeim að góðu ... en hver sem er, sem eitthvert vit hefur, ætti að geta séð án mikillar fyrirhafnar að þessi trú er "blindni".  Það fyrsta sem á að fá menn á sporið, er sú staðreynd að það er ekki hægt að krossfesta mann. Né voru menn nokkru sinni krossfestir ... heldur "pelaðir" ... þá eiga menn að spyrja sjálfan sig, hvort það geti verið "líkingamerking" í krossinum.

Líkingin "krossfesting Jesú" er að öllum líkindum rétt ... en hin "sögulega hlið" þess, er það ekki. Eins og svo margt annað, þá eru alltaf tvær hliða á öllum málum ... til dæmis, sigurvegarar í öllum styrjöldum, eru þeir "sem myrtu flesta". Sá sem er duglegri við að "drepa" er sigurvegarinn í styrjöld ... á flest vopn, flesta hermenn, ægilegustu vopninn ... o.s.frv.

Sama má segja um trúna ... við fæddumst í heim, þar sem belja er á bás og er mjólkuð, slátrað og étinn af húsbændum sínum. Og við "trúum" á "jólasveininn" í veröld, þar allt gengur út á að "éta" eða "verða étinn" ... en sjáum ekki nokkurs staðar líkingu við beljuna, frekar en beljan gerir sér sjálf grein fyrir "stöðu" sinni.

Það merkilega við kristni, er að gera sér grein fyrir hvað málið gengur út á ... að sögurnar um Jesú eru að öllum líkindum "trúverðugar" bara ekki eins og þær eru skrifaðar, að gamla testamentið er skáldskapur að mestu leiti. Að sögurnar eru samansafn, úr mörgum ættbálkum þessarar jarðar, sem eru bræddar, soðnar og blandaðar í grautarpott sem allir ættbálkar (eða flestir) geta fundið eitthvað í, og því fundið eitthvað til að sval þörf sinn fyrir "hóp" meðlem skap.

Hvað varðar að "trúin" hafi verið góð til að gefa mönnum eitthvað tilefni til að rækta "góðmenskuna" innan sér, má deila um. Því slíkt stangast á við lífið sjálft, sem er barátta frá upphafi til enda ... þar sem slíkt gefur tilefni til að trúa á "belja á bás", þar sem aðeins beljur á bás hafa það gott og fóðrið fært sér ... hið "frjálsa" ljón, verður sjálft að afla sér fæðunnar.

Spurningin um "The Matrix", hlýtur augljóslega að vakna upp...

Örn Einar Hansen, 5.8.2018 kl. 23:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hin heilaga þrenning, kristur guð og heilagur andi svarar bænakalli kristinna manna; Þannig bið ég meðal annars fyrir ættjörð minni.   

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2018 kl. 02:21

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Helga, þetta eitt er trúverðugt hér og full reynsla komin á.

Bjarne blessaður er hér staddur úti í mýri með sitt furðulega blendna hugmyndaflug og fylgir því eftir með æ meira staðlausu bulli.

Jón Valur Jensson, 6.8.2018 kl. 04:42

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Dómharður Jón Valur, á maður ekki að leyfa öðrum að hafa skoðun?

Halldór Jónsson, 6.8.2018 kl. 15:30

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, hafa má hann sína skoðun, en vitlaus er hún og allt í lagi að segja það!

Jón Valur Jensson, 6.8.2018 kl. 16:31

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jón Valur hefur rétt fyrir sér um þetta. Nietzche reyndar líka. Hann benti á að án guðs er ekkert siðferði.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.8.2018 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband