Föstudagur, 3. ágúst 2018
Hagkerfið kólnar - minna til skiptanna
Bankar þjónusta atvinnulífið og samdráttur þar veit á minni umsvif í hagkerfinu. Það þýðir að minna sé til skiptanna milli fjármagns og launa.
Í upptakti kjaraviðræðna næsta vetur verður æ skýrara að samningar munu snúast um að verja áunninn kaupmátt síðustu ára.
Verkalýðshreyfingin verður að sýna að hún þekki sinn vitjunartíma.
Minni hagnaður bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stærsti hluti efnahagsreikninga bankakerfisins eru útlán og innlán heimila, ekki fyrirtækja. Minni hagnaður er fullkomlega eðlilegur þegar um er að ræða fyrirtæki sem neytendur vilja alls ekki skipta við ótilneyddir.
Ef þú myndir reka matsölustað sem seldi vondan og sýktan mat, kæmi lítill hagnaður ekki á óvart því enginn myndi vilja borða þar. Minni hagnaður er þá staðbundin afleiðing lakra þjónustugæða, en hefur nákvæmlega ekkert að segja um stöðu og afkomu annarra aðila í efnahagslífinu.
Leiðréttist það hér með.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2018 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.