Miðvikudagur, 1. ágúst 2018
Ákæruvaldið á samfélagsmiðlum
Ríkissaksóknari fer með opinbert ákæruvald. Í vaxandi mæli framselur ríkissaksóknari ákvarðanir sínar í hendur samfélagsmiðla.
Starfsmenn ríkissaksóknara láta fréttast að þeir séu óánægðir með tiltekna niðurstöðu dómstóla. Í framhaldi verða umræður á samfélagsmiðlum um að þetta og hitt sé ótækt.
Í ljósi umræðunnar tekur embætti ríkissaksóknara ákvörðum um hvort skuli áfrýja eða una dómi.
Það liggur í augum uppi að þessi þróun er ótæk fyrir réttarríkið. Þegar ríkissaksóknari framselur ákæruvaldið til samfélagsmiðla er fjandinn laus. Við búum ekki lengur í réttarríki heldur múgræði.
Ef einhverjir fullorðnir starfa enn hjá embætti ríkissaksóknara ættu þeir að grípa í taumana áður en það verður um seinan. Ef það eru aðeins samfélagsmiðlafígúrur sem starfa hjá embættinu á að leggja það niður.
Ákæruvaldið áfrýjar til Landsréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki laust við að mann gruni að þessi snúningur (saksóknari-samfélagsmiðlar-fjölmiðlar-saksóknari) sé tekin sérstaklega þegar kynferðismál eiga í hlut. Tíðarandinn er “fórnarlömbum” hliðhollur og því auðvelt að kynda undir múgæsing.
En réttarkerfið á ekki að knýja áfram með tilfinningalegum uppþotum. Það ætti Guðmundar og Geirfinnsmálið að hafa kennt okkur.
Ragnhildur Kolka, 2.8.2018 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.