Ljósmæður og leikskólaliðar: 580 þús. kr. launamunur

Leikskólaliðar i fullu starfi eru með 354 þús. á mánuði í heildarlaun, skrifar formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir. Ljósmæður voru fyrir nýgerðan kjarasamning með 848 þús. á mánuði og fá tíu prósent hækkun, fara upp í 935 þús. á mánuði.

Launamunur ljósmæðra og leikskólaliða verður liðlega hálf milljón, nær 580 þús. kr., á mánuði. Í báðum tilfellum er um að ræða kvennastétt.

Leikskólaliðar eru ófagmenntaðir en ljósmæður háskólagengnar. 

Meðallaun í landinu, m.v. mánaðarleg heildarlaun, liggja nærri 700 þús. kr.

Nú má spyrja: hver er sanngjarn launamunur milli starfsstétta?

Einhver?

 


mbl.is Fyrsti fundur gerðardóms á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þessarri spurningu verður kannski aldrei svarað nema að komið verði á ÚTBOÐSKERFI tengt öllum stöðugildum.

=Að allir umsækjendur um störf verði látnir bjóða í störfin í lokuðum umslögum.

=Hvað viljið þið fá mikið fyrir að vinna X margar stundir á mánuði í 4 ár?

Jón Þórhallsson, 31.7.2018 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband