Lýðflokkar, Ísland og menningarstríðið

Lýðflokkar eru þeir flokkar kallaðir sem neyta færis þegar hefðbundnir stjórnmálaflokkar missa taktinn við stóra kjósendahópa. Björn Bjarnason greinir uppgang lýðflokka í Svíþjóð og á Íslandi, sem hann kallar raunar uppnámsflokka.

Trump, Pia vinkona okkar Kjærsgaard, AfD í Þýskalandi, Þjóðfylkingin í Frakklandi eru allt dæmi um framgang stjórnmála er kenna má við lýðflokka eða uppnám.

Íslenska útgáfan af lýðflokkum, t.d. Besti flokkurinn og Píratar, er annars eðlis. Velgengni beggja flokka ræðst af einum atburði, fjármálahruninu, en ekki straumhvörfum í pólitískri menningu. Það var reynt að gera fjármálahrunið að samfélagshruni, sbr. kröfu um nýja stjórnarskrá og ESB-aðild, en það mistókst. Innistæða var ekki til fyrir slíku brambolti, eins og kosningarnar 2013 leiddu í ljós þegar vinstriuppnámsflokkar fengu að kenna á vilja þjóðarinnar - urðu fyrir mesta tapi stjórnarflokka í pólitískri sögu Vestur-Evrópu.

Í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu ríkir menningarstríð. Ráðandi pólitísk menning síðustu áratuga, sem kenna má við félagslegt frjálslyndi, á undir högg að sækja gagnvart lýðflokkum sem sækja fylgi til kjósendahópa er urðu útundan; töpuðu fyrri stöðu í samfélaginu. Lýðhyggjan beinist gegn yfirþjóðlegu valdi, frjálsum fólksflutningum og stórfyrirtækjum sem leggja samfélög í rúst í nafni frjálsra viðskipta.

Hér á Íslandi eru engar slíkar aðstæður. Menn verða kjánalegir þegar þeir flytja inn erlent menningarstríð og heimfæra upp á Ísland. Eins og Halldór Jónsson gerir snyrtilega grein fyrir þegar plokkar í sundur eina slíka tilraun

Ástæðan fyrir óverulegum framgangi lýðflokka á Íslandi er að við fórum ekki jafn geyst fram í félagslega frjálslyndinu og nágrannaríki okkar í austri og vestri. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband