Laugardagur, 21. júlí 2018
Píratar og Helga Vala: við ein höfum rétt að mótmæla
Forseta danska þingsins var boðið til fullveldishátíðar á Íslandi. Þingflokkur Pírata og Helga Vala þingmaður Samfylkingar ákveða að mótmæla komu þingforsetans.
Mótmælin mæltust illa fyrir - þeim var mótmælt.
Nú stíga Píratar og Helga Vala fram og segjast ein hafa rétt til að mótmæla; það má ekki mótmæla þeim sjálfum.
Afstaða Pírata og Helgu Völu byggir annað tveggja á hroka eða heimsku.
Vitanlega er það svo að mótmælum má mæla í mót. Tjáningarfrelsið er allra, ekki aðeins fyrir sjálfumglaða hrokagikki.
Ósátt við yfirlýsingu Steingríms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enda flest skírð og fermd í Mótmælendakirkju Lúthers..
Guðmundur Böðvarsson, 21.7.2018 kl. 07:17
Vel mælt, Páll, og réttur dómur á lagður.
Jón Valur Jensson, 21.7.2018 kl. 12:25
Þetta er allt saman stormur í vatnsglasi.
Aðal spurningin ætti að vera hvort að MEIRIHLUTI KRISTINNA ÍSLENDINGA
vilji blása til sóknar með kóraninum og að ný múslima-moska rísi í rvk
og að úrskurðinum hans Þorgeirs ljósvetningagoða verði þar með
sturtað niður í klósettið?
Jón Þórhallsson, 21.7.2018 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.