Fimmtudagur, 19. júlí 2018
Fordómar vinstrimanna
Jón Þór þingmaður Pírata vissi ekki hver Pia Kjærsgaard var en vissi þó að hann hefði fordóma gagnvart henni. Eftirfarandi kemur fram í viðtengdri frétt:
Jón Þór var á fundi forsætisnefndar Alþingis í fyrradag þar sem tilkynnt var um komu Kjærsgaard en gerði ekki athugasemd frekar en aðrir. Hann segist ekki hafa áttað sig á því hver hún væri.
Aðalatriðið fyrir vinstrimenn er að hafa fordómana á hreinu. Síðan eru fundnir einstaklingar, hópar og málefni til að heimfæra fordómana upp á.
Svínvirkar.
Greint frá komu Kjærsgaard í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll þarna fór Rasisminn í gang hjá Pírötum og það virkilega grófur. Þetta fólk er veikt á sinninu og ekkert annað.
Valdimar Samúelsson, 19.7.2018 kl. 18:30
Ofneysla á einhverju óhollu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.7.2018 kl. 20:30
Gæti líka verið Heimir.
Valdimar Samúelsson, 19.7.2018 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.