Villta vinstrið gerir Danmörku að óvini

Helga Vala og Píratar, villta vinstrið, gerðu atlögu að vináttu Dana og Íslendinga með því að móðga fulltrúa dönsku þjóðarinnar á fullveldishátíð Íslands. Pia Kjærsgaard forset danska þjóðþingsins kom hingað sem opinber fulltrúi dönsku þjóðarinnar.

Með því að Helga Vala og Píratar settu á svið mótmæli gegn Kjærsgaard var blásið i glæður Danahaturs sem flestir töldu kulnað fortíðargóss.

Danahatur er gamaldags afdalamennska fólks sem kann sig ekki, skilur hvorki samtíðina né söguna. Helga Vala og Píratar gera Íslendingum skömm til og vanvirða alþingi.


mbl.is Gagnrýnin „fáránleg og til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gildir orðið Rasismi í þessu tilfelli.?   

Valdimar Samúelsson, 20.7.2018 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband