Miðvikudagur, 18. júlí 2018
Stríðið færði okkur fullveldið
Jón Sigurðsson lagði grunninn að fullveldiskröfum Íslendinga með ritgerðinni Hugvekja til Íslendinga. En fyrri heimsstyrjöld gerði útslagið.
Þegar Danir sáu fram á ósigur Þjóðverja hugðust þeir neyta færis og færa landamærin til suðurs. Í stríðinu 1864 misstu Danir lönd til Þýskalands sem byggð voru Dönum.
Sumarið 1918 var ljóst að þjóðríkjaregla Wilson Bandaríkjaforseta yrði grunnur að friðarsamningum eftir stríð.
Danir bjuggu í haginn fyrir landavinningum við samningaborðið eftir stríð með því að veita Íslendingum fullveldi.
Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð grein en það sem ég óttast mest er að síðasta kynslóð hefir engan metnað í þessum málum. Ég vil meina að kennarar í skólum landsins eru of vinstri sinnaðir og ég veit mörg dæmi í gegn um barna börn mín sem heyra kennara segja neikvæða hluti sem dæmi að íslendingar eru mestu umhverfissóðar í heimi þessum og meira að segja veggspjald á vegg stofunnar þess efnis.
Valdimar Samúelsson, 18.7.2018 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.