Salerni, mannréttindi og almannarými

Í heimahúsum eru salerni almennt ekki kynskipt. Á opinberum stöðum eru salerni að jafnaði aðgreind eftir kyni. Á seinni árum þekkist að sumir segjast hvorki karl né kona.

Það eru mannréttindi að skilgreina sjálfan sig. Maður getur verið kaþólikki, FH-ingur, tunglskinsglópur, meinlætamaður eða hvaðeina annað sem varðar einkalífið.

En rétturinn til að skilgreina sjálfan sig felur ekki í sér að aðrir eigi að taka upp framandi siði og háttu. Okkur þætti önugt að meinlætamaður krefðist þess að salernispappír yrði úthýst úr almannarými og að fólk notaði heldur fingur til að hreinsa bakhlutann. Viðbótarrök um að salernispappír mengaði náttúruna dygðu ekki til. Okkur er tamt að nota pappírsrúlluna.

Fólk sem hvorki telur sig dreng né stúlku, karl né konu, er það frjálst. En við það myndast enginn réttur á aðra, að þeir breyti viðurkenndri háttsemi.

Samfélagið kemur til móts við þá sem búa við skerta líkamsgetu, t.d. fatlaða og aldraða. En ,,trans­fólk og in­ter­sex­fólk", svo notað sé orðfæri formanns ,,mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar" býr ekki við hömlun eða líkamlega bresti. Það vill einfaldlega vera öðruvísi. Sem er sjálfsagt mál. Jafn sjálfsagt og að við hin erum ýmist kvenkyns eða karlkyns.

Löng hefð er fyrir kynskiptum salernum og búningsklefum í sundlaugum og íþróttahúsum. Fáeinir sem vilja vera öðruvísi eiga engan rétt að breyta hefðinni.


mbl.is Telja ákvæði um salerni úrelt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Hvað er það sem tveir menn geta auðveldlega, karlmaður og kona með lagi, en tvær konur alls ekki ?

Haukur Árnason, 17.7.2018 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband