Laugardagur, 14. júlí 2018
Virkir í athugasemdum
DV/Eyjan bað mig að skrifa 150 orð um laun ljósmæðra í með eða móti umfjöllun. Eftir birtinguna létu virkir í athugasemdum til sín taka. Umræðan er hér að neðan.
Elínbjört Jónsdóttir
Þær eru líklega með meiri menntun en margir ASÍ félagar og námslán borga þær sem aðrir jafnvel rukkaðir yfir gröf og dauða.
Kristján Kristinsson
Þetta er bara hatursfull orðræða hjá Páli. Svo er hann sjálfur ríkisstarfsmaður þannig að það er mjög sérstakt þetta hatur út í ríkisstarfsmenn. En miðað við þessi bull skrif þá getur hann varla verið ánægður með sitt stéttarfélag sem berst af krafti að leiðrétta kjör sinna félagsmanna: sjá: http://ki.is/pistlar/4295-launathroun-framhaldsskolakennara
Og já, það fara heil mánaðarlaun á ári í ég veit ekki hvað mörg ár að borga niður þessi námslán.
Og já, það fara heil mánaðarlaun á ári í ég veit ekki hvað mörg ár að borga niður þessi námslán.
Guðmundur Tryllitæki Jònsson
Eru það ekki bara einhverjir sjallar sem eru à mòti þvì aðrir fà lìka meiri peninga.
Sigrún Katrín Kristjánsdóttir
Milljarðamæringur labbar inná bar. Og við það hækka meðallaun allra þar inni í 100 millur á mánuði.
Kristján Kristinsson
Nú væri gaman að vita hvað Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og þar að leiðandi ríkisstarfsmaður, er með í laun. Koma svo.
Hjalti Gardarsson
Ástæðan fyrir hærri heidarlaunum ljósmæðra er vaktavinna Páll Vilhjálmsson. Ég neita að trúa því að þú sért svona stjarnfræðilega vitlaus að vera að bera saman dagvinnulaun ASÍ félaga og vaktavinnulaun ljósmæðra. Ég trúi því frekar að þú sért svona illa innrættur. Berðu saman grunnlaun, þá færðu réttan samanburð fólið þitt.
Helga Dögg Sverrisdóttir
Heildarlaun ljósmæðra helgast líka af aukavinnu sem þær fá margfalt betur borgaða en hefðbundin vakt. Margar heilbrigðisstéttir geta leyft sér að vera í lægra vinnuhlutfalli )60-80%) og tekið aukavaktir þar til 100% starfi er náð. Launin hækka töluvert við það.
Hjalti Gardarsson
Í launasamanburði á aldrei að tala um meðallaun eða heildarlaun. Það á að tala um grunnlaun. Annars er alktaf verið að bera saman epli og appelsínur.
Sigrun Haraldsdottir
Helga Dögg Sverrisdóttir aukavaktirnar eru væntanlega ekki margfalt betur borgaðar. 100% er tvöföld tímalaun, ekki margföld. En eins og Hjalti bendir á eru það grunnlaun sem á að bera saman ekki heildarlaun. Það hlýtur þú að vita sem gamall formaður sjúkraliða á norðurlandi
Stefán Kristvinsson
í alvöru... er virkilega einhver að vitna í öfgamanninn Palla Vill ?
Olgeir Andresson
Palli vaknar einn daginn upp við að engin er til í heiminum nema hann, hann gengur um borgina og gerir allt sem hann langar til að gera því engin getur skammað hann eða þvælst fyrir honum. En er gaman að gera skemmtilega hluti þegar engin er með þér ? Höfundur: Jens Sigsgaard .... Núna er Palli orðin stór strákur og er enn einn.
Kristján Birnir Ívansson
Ljósmóðirinn sem tók á móti Páli á sínum tíma hlítur að sjá eftir því í dag.
Adda Sigurjóns
Þannig að ég sem leikskólakennari á þá bara að halda kjafti og berjast ekkert fyrir hærri launum svona úr því að ég fékk háskólanámið mitt hér á Íslandi Páll Vilhjálmsson? Og ég vildi óska þess að fólk hætti að tala um meðallaun ljósmæðra og annarra vaktavinnustarfsmanna út frá allri yfirvinnunni og stórhátíðarálaginu, það á að tala um grunnlaun í kjarabaráttu. Alltaf.
Guðríður Magnúsdóttir
Hver ætli seu meðallaun þingmanna og ráðherrana og þá skulum við tiltaka og reikna allt inní. allar gjafir frá ríkinu, alla styrki (hús og bíl),tína allt til, því það erum við öll sem borgum það líka eins og laun ríkisstarfsmanna
Kristján Hafberg Elínarson
Æ af hverju Páll Vilhjálmsson sem myndi mótmæla betra veðri i sumar bara til að fara i taugarnar á Íslendingum.
Gestur Logi
Sammála Páli, þetta er eiginlega hætt að vera fyndið þessar glórulausu launakröfur í ljósmæðrum, og hvernig stendur á því að það þurfi margra ára sérfræðinám til þess að taka á móti börnum? Það á bara að bæta við nokkrum ljósmæðrakúrsum í hjúkkunámið (án þess að lengja það nám), það er hvort sem er alltaf kallað á lækni ef eitthvað kemur upp á í fæðingunni, þar endar ábyrgð ljósmóðurinnar væntanlega og hún á þess vegna ekki að vera á einhverjum ofurlaunum ef það þarf alltaf að kalla á lækni þegar hætta steðjar að.
Hjalti Gardarsson
Ef þú sem felur þig bak við þennan uppdiktaða karakter værir ekki svona greindarskertur, þá myndirðu vita það að Ísland er með lægstu tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða í heiminum. Og vegna þessarar heimsku þinnar þá veistu heldur ekki að það er ekki út af einhverri tilviljun. Svo undirstrikarðu flónsku þína með því að halda að aðalstarf ljósmóður sé að taka á móti börnum við fæðingu.
Gunna Jóh
Hjalti Gardarsson og þú ert líklega nógu vel gefin til að geta dæmt um vit manns út frá einu kommenti sem lýsir skoðun hans
Gestur Logi
Hjalti Gardarsson Orð eins og "heimska", "greindarskortur", "flónska" eru ein og sér mjög heimskuleg rök hjá þér. Fólk má hafa aðrar skoðanir en þú hvort sem þér líkar það betur eða verr. Það ert þú sem ert mesti hálfvitinn hérna. Það er fullt af fólki sem blöskrar þessar launakröfur ljósmæðra. Einnig finnst mörgum þetta viðbótarnám til þess að öðlast ljósmæðraréttindi fáránlega langt. Já og hvað annað er það sem ljósmæður gera (fyrir utan það að taka á móti börnum) sem þarfnast margra ára sérfræðimenntunar? Komdu með dæmi.
Steinar Immanuel Sörensson
ég á nú ekki orð yfir þessum pistli hjá Páli, ekki myndi ég vilja að þessi maður kenndi börnunum mínum
Arnar Guðmundsson
Undarlegt að nefna að sumir fá svo sannarlega fáránlegar launahækkanir gegn um kjararáð og telja það svo einhver rök fyrir því að aðrir, svo sem ljósmæður, eigi að fá meiri hækkun en aðrir hafa fengið. - Það tala þó margir þannig að ljósmæður eigi að verða Ljósmæður sérhagsmuna.
Kristinn Jonsson
Hlustar einhver á þennan Palla lengur . Þetta er bara eitt ropið hjá athyglisjúkum manninum
Sigþór Guðjónsson
Þetta mál snýst ekki um að halda með KR eða Val þetta er ekki stöðukeppni þetta snýst um líf og limi ungbarna og mæðra þeirra ef einhver hefur misst botninn úr málefninu !
Gylfi Viðar Ægisson
Ljósmæðrunum legg ég lið
LEGG ÁHERSLU Á ÞAÐ RÍKA
Almenning ég allan bið
að standa með þeim líka
Gylfi Ægisson.
LEGG ÁHERSLU Á ÞAÐ RÍKA
Almenning ég allan bið
að standa með þeim líka
Gylfi Ægisson.
Stefanía H. Sigurðardóttir
Páll hefur líklega ekki séð launaseðla ljósmæðra sem þurfa að auki að kaupa dýrar tryggingar vegna vinnu sinnar.
Athugasemdir
Fróðleg lesning! Nú fer ég í að leita uppi pistilinn (með OG á móti???) og reyna að skilja af hverju ekki er nema aðeins ein athugasemd hér að ofan sem gæti talist málefnaleg...
Kolbrún Hilmars, 14.7.2018 kl. 18:08
Þetta eru nú að mestu mildileg ummæli. Þakkaðu fyrir að það var ekki Stundin sem bað þig um álit. Þar hefðirðu sko fengið gu’moren.
Ragnhildur Kolka, 15.7.2018 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.