Ljósmæður biðja um lög á verkfall

Í hádegisfréttum RÚV er viðtal við Katrínu Sif Siggeirsdóttur formanns kjaranefndar ljósmæðra. Þar segir hún m.a.

Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í deilunni. Katrín telur líklegt að lög verði sett á verkfallsaðgerðir ljósmæðra. 

„Í ljósi þess sem á undan er gengið þá finnst mér það ekkert ólíklegt. það hefur gjarnan verið þannig að þau vopn sem við höfum nýtt í okkar kjarabaráttu hafa verið slegin úr höndunum á okkur. Þannig að mér finnst það ekki ólíklegt. 

Katrín Sif er þegar búinn að gera einn kjarasamning við ríkið sem ljósmæður felldu í atkvæðagreiðslu. Þar með máluðu ljósmæður sig út í horn, geta hvorki samið né látið af boðuðu verkfalli.

Rökrétt niðurstaða, eins og Katrín Sif bendir á, er að ríkisvaldið setji lög á verkfall ljósmæðra. Næsta vetur verður samið við ríkisstarfsmenn eftir að línur verða lagðar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Ljósmæður og aðrir ríkisstarfsmenn fá í framhaldi sambærilega launahækkun.

Hvorki ljósmæður né aðrir ríkisstarfsmenn eiga að leggja leggja línurnar í launakjörum landsmanna. Kauphækkanir eiga að taka mið af verðmætum til skiptanna en ekki óskhyggju eða frekju einstakra hópa.


mbl.is Óvíst með fordæmisgildi samninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Neikvæðni er í þér.

Þær hafa enn val.  Þær geta enn samið.  Málið er bara hvernig er best að fara í það mál.

Hér þarf að hafa í huga hvort þær geta farið í aðra vinnu (sem virðist raunin - meira að segja hærra launaða vinnu) og hvort aðrir eru til í að vinna vinnuna þeirra fyrir minni pening.  (Sem er líka örugglega raunin, A-Evrópa er full af slíku fólki.)

Ef ríkið setur á þær lög mæli ég með að þær hætti allar og fari að starfa við hærra launaða vinnu, þeim til hagsbóta.  Þá neyðist ríkið til þess að flytja inn pólverja sem eru til í að halda ljósmóðursdjobbinu sem láglaunastarfi.

Ef ríkið gerir það ekki, þá ætti þær að fara fram á 50% launahækkun, í takt við það sem yfirmenn hjá ríkinu hafa verið að fá.  Annað væri óeðlilegt.  Brot á stjórnarskrá.  Lykillinn hér er: RÍKISSTARFSMENN.  Sömu lög skulu gilda um þá alla.

Þá verður bara verðbólga.  Funk dat.  Við erum öll vön því.

Í komandi kjarasamningum ættu svo allir að heimta 50% lágmarks hækkun á línuna.  Því það eru ekkert tvær þjóðir í landinu... ekki enn.  Og eiga ekkert að vera.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.7.2018 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband