Föstudagur, 13. júlí 2018
Juncker var fullur, ekki bakveikur
Bakverkir hafa ekki áhrif á jafnvægisskynið. Myndir af Jean-Claude Juncker forseta ESB sýna hann riða til falls. Bakveikir haga sér ekki þannig. Einkenni bakveiki er sársauki. Svipbrigði Juncker sýna engan sársauka.
Juncker er með langa sögu ótæpilegrar áfengisneyslu á opinberum vettvangi.
Bakveikin er fölsk frétt í tilfelli Juncker.
Athugasemdir
Bakveikir menn taka ekki sólstöðuna eins og Juncker gerði. Annars eru hæg heimatökin að spyrja Katrínu Jak um ástandið á kallinum. Hún var í hópnum sem þurfti að styðja hann. Verður fróðlegt að heyra hvað hún hefur um málið að segja.
Ragnhildur Kolka, 13.7.2018 kl. 16:48
Svona slæm bakveiki hefði að öllu eðlilegu átt að kosta einn eða tvo sjúkrabíla fyrir svona háttsettan mann, með tilheyrandi hjúkrunarliði.
Spurning vaknar svo í kjölfarið um framkvæmdavald ESB; eru allir þar innan dyra svona illa haldnir af bakveiki?
Kolbrún Hilmars, 13.7.2018 kl. 17:28
Eg held að Islenskir ráðamenn - hafi skrifað undir ansi margt- vegna bakveiki !
Erla Magna Alexandersdóttir, 13.7.2018 kl. 18:20
MENNIRNIR SEM GEFA ALLAR OKKAR ARÐBÆRUSTU AUÐLYNDIR HEIMS- ÞAR ER EKKERT TEKIÐ Í PÖRTUM- ÞAR ER ALLT TEKIÐ OG EINHVER FÆR VÆNANN HAGNAÐ INNÁ BANKAREIKNING I SVISS- EÐA ANNARSTAÐAR.
Erla Magna Alexandersdóttir, 13.7.2018 kl. 18:24
Það er gaman í Brussel, ekki furða þó að suma langi til þess að fara þangað.
Hörður Þormar, 13.7.2018 kl. 18:57
Hvers vegna er búið að rjúfa tengingu þessarar bloggfærslu við upphaflegu (fals)fréttina um meinta bakveiki Junckers?
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/07/13/bakveikur_ekki_fullur/
Er Morgunblaðsvefnum núna ritstýrt frá Brüssel?
Theódór Norðkvist, 14.7.2018 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.